Þegar kemur að verðmæti botnfiskafla, dróst það saman um 4,7 prósent á milli ára. Þar hefur verðlækkun á þorski mikið að segja. Alls veiddu íslensk skip um 15,3 prósentum meira af þorski á síðasta ári miðað við 2012. Þrátt fyrir það dróst heildarverðmæti þorskaflans saman um 4,4 prósent.
Frá þessu er sagt á vef Hagstofu Íslands þar sem hægt að sjá nánar um málið.
