Handbolti

Arnór og félagar í annað sætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. mynd/svhrb.fr
Arnór Atlason og félagar hans í Saint Raphaël höfðu betur gegn Cesson-Rennes, 31-29, í spennandi leik í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Arnór skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og gaf eina stoðsendingu, en með sigrinum fór liðið upp fyrir PSG í annað sæti deildarinnar. PSG á þó leik til góða og munar aðeins stigi á liðunum.

Ásgeir Örn Hallgrímsson og hans menn í Nimes unnu einnig góðan sigur í kvöld, en þeir lögðu Nantes, 33-31, á heimavelli.

Nimes náði sér þarna í mikilvæg tvö stig gegn lið mun ofar en það í töflunni. Nimes með átta stig núna í ellefta sætinu, en Nantes með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Ásgeir Örn skoraði tvö mörk líkt og Arnór, en þó úr sex tilraunum. Hann gaf tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×