Viðskipti innlent

Dirty Burger & Ribs í Austurstræti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hamborgarar, rif, sheik og bjór verða á boðstólnum í nýjum húsakynnum Dirty Burger & Ribs í Austurstræti.
Hamborgarar, rif, sheik og bjór verða á boðstólnum í nýjum húsakynnum Dirty Burger & Ribs í Austurstræti. Vísir/Vilhelm/DB&R
Til stendur að opna útibú Dirty Burger & Ribs í Austurstræti. Eigendur hamborgarastaðarins hafa fest kaup á húsnæði í Austurstræti 10 þar sem veitingastaðurinn Trio var áður til húsa.

Dirty Burgers & Ribs var opnað í skúr á Miklubraut til móts við Kringluna þann 9. ágúst síðastliðinn. Eigandi staðarins er Michelin-kokkurinn Agnar Sverrisson.

Múgur og margmenni safnaðist saman fyrir utan Dirty Burger & Ribs á opnunardaginn þegar viðskipavinum var boðið í frían mat.

„Það hefur náttúrlega ekkert gengið upp í þessum skúr hingað til en það þykir mér bara betra og mjög skemmtileg áskorun,“ sagði Agnar í samtali við Vísi í júní.

Agnar hefur undanfarin sextán ár búið í Lundúnum og rekur þar Michelin-veitingastaðinn Texture við Portman Square og þrjá vínbari undir nafninu 28°50° sem bjóða upp á léttan franskan mat með góðum vínum á góðu verði.

Ekki náðist í Agnar Sverrisson við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Michelin-biti á Miklubraut?

Niðurnídd lúgusjoppa við Miklubraut fær á sig stjörnuglampa í júlí þegar Michelin-matreiðslumeistarinn Agnar Sverrisson opnar þar hágæða skyndibitastað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×