Tap af útflutningi á skyri til Evrópu yrði 180 til 210 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2014 10:52 Þórólfur Matthíasson. Vísir/GVA Hagfræðiprófessorinn Þórólfur Matthíasson spyr, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, hvort niðurgreiða eigi skyr til Evrópu. Vísar hann þar til vilja Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að selja íslenskt skyr á Evrópumarkaði. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til Evrópu. Til að slíkt væri mögulegt segir Þórólfur að hækka þyrfti verð á mjólkurvörum til innlendra neytenda eða lækka verð til bænda og/eða auka beingreiðslu til bænda úr ríkissjóði. „Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun,“ skrifar Þórólfur. „Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.“ Þá segir hann að verðmæti skyrs í Evrópu ráðist á markaði þar, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Ef markmiðið sé að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar megi ekki verðleggja skyrið hærra en svari til hráefnisverðs í Evrópu. „Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna.“ Þá eigi eftir að áætla kostnað við kynninga- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil. Þórólfur segir að til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna. Eða lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. „Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til Evrópu,“ skrifar Þórólfur. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Þórólfur Matthíasson spyr, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, hvort niðurgreiða eigi skyr til Evrópu. Vísar hann þar til vilja Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að selja íslenskt skyr á Evrópumarkaði. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til Evrópu. Til að slíkt væri mögulegt segir Þórólfur að hækka þyrfti verð á mjólkurvörum til innlendra neytenda eða lækka verð til bænda og/eða auka beingreiðslu til bænda úr ríkissjóði. „Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun,“ skrifar Þórólfur. „Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.“ Þá segir hann að verðmæti skyrs í Evrópu ráðist á markaði þar, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Ef markmiðið sé að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar megi ekki verðleggja skyrið hærra en svari til hráefnisverðs í Evrópu. „Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna.“ Þá eigi eftir að áætla kostnað við kynninga- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil. Þórólfur segir að til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna. Eða lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. „Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til Evrópu,“ skrifar Þórólfur.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira