Hakkari stal gögnum frá Hvíta húsinu Haraldur Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2014 07:15 Hakkarinn virðist hafa tekið listann um gögnin af netinu stuttu eftir að hann birti hann. Vísir/GVA Tölvuárás var gerð á vefsíðu auglýsingastofunnar Hvíta hússins á þriðjudag og gögnum um þátttakendur í netleikjum nokkurra viðskiptavina fyrirtækisins stolið. Svo virðist sem gögnin hafi ekki farið í dreifingu á netinu en tölvuþrjóturinn sem réðst á fyrirtækið birti á Twitter-síðu sinni lista yfir þau gögn sem hann stal. Hann hefur nú fjarlægt listann en samkvæmt færslum á síðunni virðist þrjóturinn halda að hann hafi ráðist á vefsvæði Vodafone á Íslandi. Gögnin innihalda að sögn Kristins Árnasonar, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, upplýsingar um þátttakendur í nokkrum gagnvirkum netleikjum sem viðskiptavinir auglýsingastofunnar hafa staðið fyrir á vefsíðum og þá aðallega á Facebook. Þar sé um að ræða nöfn og símanúmer þátttakenda og í öðrum tilvikum upplýsingar um notendanöfn þeirra á Facebook. „Gögnin koma úr gömlum auglýsingum og gagnvirkum netborðum sem voru geymd á vefþjóni fyrirtækisins og í grunninn eru þetta gögn sem eru ekki viðkvæm. Þau innihalda engar trúnaðarupplýsingar og það er ekkert þarna sem kemur sér illa fyrir viðskiptavini okkar enda er það okkar stefna að geyma ekki viðkvæm gögn. Þó þetta hafi verið óheppilegt þá er enginn skaði skeður,“ segir Kristinn.Hakkarinn gengur undir nafninu The Reaper á Twitter.Starfsmenn fyrirtækisins hafa að hans sögn ráðfært sig við öryggisráðgjafa á sviði netöryggis í þeim tilgangi að tryggja að svona tilvik komi ekki upp aftur. Kristinn og aðrir starfsmenn Hvíta hússins fréttu af árásinni á miðvikudagsmorgun þegar Vodafone á Íslandi gerði þeim viðvart. Starfsmenn Vodafone heyrðu fyrst af árásinni þegar alþjóðlega netvöktunarmiðstöðin Vodafone Global benti þeim á Twitter-færslur tölvuþrjótsins. „Þá fóru í gang hjá okkur viðbúnaðaráætlun og rannsóknarteymi, en fljótlega kom í ljós að málið tengdist okkur ekki. Þessi aðili veit greinilega ekki hvað hann var að gera en hann virðist hafa haldið að hann væri með gögn af vodafone.is. En þessi gögn hafa aldrei verið til á okkar vefþjónum, hvorki fyrr né síðar,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone á Íslandi. Hrannar segist ekki vita af hverju þrjóturinn telur sig hafa náð að brjótast inn á vefsvæði Vodafone. „Hvíta húsið er auglýsingastofan okkar en við erum ekki að reka vef hennar, þeir reka hann sjálfir og hýsa hann sjálfir.“Þurfa ekki að tilkynna um tölvuárásir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar sem netöryggissveitin CERT-ÍS tilheyrir, segir sveitina ekki sjá mörg mál á ári þar sem tölvuþrjótar nái að stela gögnum af íslenskum fyrirtækjum. „Við vitum til þess að þeir eru alltaf að reyna. Það tekst í einhverjum tilvikum, en fyrirtæki sem lenda í því eru ekkert að auglýsa það. Þau þurfa ekki að tilkynna um innbrot en fjarskiptafélögum er samkvæmt lögum skylt að tilkynna um slík atvik þegar þau koma upp. Við fáum ekki mikið af tilvikum eins og þessu hjá Hvíta húsinu og það síðasta sem við fengum inn á borð okkar var árásin á Vodafone í nóvember síðastliðnum.“ Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Tölvuárás var gerð á vefsíðu auglýsingastofunnar Hvíta hússins á þriðjudag og gögnum um þátttakendur í netleikjum nokkurra viðskiptavina fyrirtækisins stolið. Svo virðist sem gögnin hafi ekki farið í dreifingu á netinu en tölvuþrjóturinn sem réðst á fyrirtækið birti á Twitter-síðu sinni lista yfir þau gögn sem hann stal. Hann hefur nú fjarlægt listann en samkvæmt færslum á síðunni virðist þrjóturinn halda að hann hafi ráðist á vefsvæði Vodafone á Íslandi. Gögnin innihalda að sögn Kristins Árnasonar, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, upplýsingar um þátttakendur í nokkrum gagnvirkum netleikjum sem viðskiptavinir auglýsingastofunnar hafa staðið fyrir á vefsíðum og þá aðallega á Facebook. Þar sé um að ræða nöfn og símanúmer þátttakenda og í öðrum tilvikum upplýsingar um notendanöfn þeirra á Facebook. „Gögnin koma úr gömlum auglýsingum og gagnvirkum netborðum sem voru geymd á vefþjóni fyrirtækisins og í grunninn eru þetta gögn sem eru ekki viðkvæm. Þau innihalda engar trúnaðarupplýsingar og það er ekkert þarna sem kemur sér illa fyrir viðskiptavini okkar enda er það okkar stefna að geyma ekki viðkvæm gögn. Þó þetta hafi verið óheppilegt þá er enginn skaði skeður,“ segir Kristinn.Hakkarinn gengur undir nafninu The Reaper á Twitter.Starfsmenn fyrirtækisins hafa að hans sögn ráðfært sig við öryggisráðgjafa á sviði netöryggis í þeim tilgangi að tryggja að svona tilvik komi ekki upp aftur. Kristinn og aðrir starfsmenn Hvíta hússins fréttu af árásinni á miðvikudagsmorgun þegar Vodafone á Íslandi gerði þeim viðvart. Starfsmenn Vodafone heyrðu fyrst af árásinni þegar alþjóðlega netvöktunarmiðstöðin Vodafone Global benti þeim á Twitter-færslur tölvuþrjótsins. „Þá fóru í gang hjá okkur viðbúnaðaráætlun og rannsóknarteymi, en fljótlega kom í ljós að málið tengdist okkur ekki. Þessi aðili veit greinilega ekki hvað hann var að gera en hann virðist hafa haldið að hann væri með gögn af vodafone.is. En þessi gögn hafa aldrei verið til á okkar vefþjónum, hvorki fyrr né síðar,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone á Íslandi. Hrannar segist ekki vita af hverju þrjóturinn telur sig hafa náð að brjótast inn á vefsvæði Vodafone. „Hvíta húsið er auglýsingastofan okkar en við erum ekki að reka vef hennar, þeir reka hann sjálfir og hýsa hann sjálfir.“Þurfa ekki að tilkynna um tölvuárásir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar sem netöryggissveitin CERT-ÍS tilheyrir, segir sveitina ekki sjá mörg mál á ári þar sem tölvuþrjótar nái að stela gögnum af íslenskum fyrirtækjum. „Við vitum til þess að þeir eru alltaf að reyna. Það tekst í einhverjum tilvikum, en fyrirtæki sem lenda í því eru ekkert að auglýsa það. Þau þurfa ekki að tilkynna um innbrot en fjarskiptafélögum er samkvæmt lögum skylt að tilkynna um slík atvik þegar þau koma upp. Við fáum ekki mikið af tilvikum eins og þessu hjá Hvíta húsinu og það síðasta sem við fengum inn á borð okkar var árásin á Vodafone í nóvember síðastliðnum.“
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira