Smith tryggði Pistons sigur á síðustu stundu | Nowitzki og Durant fóru á kostum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. janúar 2014 11:00 Smith tryggði sigurinn. mynd:nordic photos/ap Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104 NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira