Hvalur greiddi tæpan milljarð króna í arð Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2014 07:00 Starfsmenn Hvals veiddu 134 langreyðar árið 2013. Vísir/Vilhelm Stjórn Hvals hf. ákvað í vor að greiða út rúmar 986 milljónir króna í arð til eigenda félagsins. Hvalur hagnaðist um rúma tvo og hálfan milljarð króna í fyrra og batnaði afkoman þá um 1,8 milljarða milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Hvals sem nær yfir tímabilið frá 1. október 2012 til septemberloka 2013. „Stór hluti af þessum hagnaði er vegna eignarhluta í HB Granda og Hampiðjunni,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Eignarhlutirnir sem Kristján vísar til eru í eigu Vogunar hf. Heildartekjur Hvals af 99 prósenta eignarhlut í Vogun námu rúmum 2,3 milljörðum króna á umræddu tímabili. Eigendur félagsins voru 110 talsins í septemberlok 2013. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. var stærsti hluthafinn með 39,5 prósenta hlut en félagið er meðal annars í eigu Kristjáns, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur.Kristján LoftssonEignir Hvals við lok reikningsársins námu rúmum 20 milljörðum króna en skuldirnar alls 5,3 milljörðum. Birgðir af frystum hvalaafurðum voru þá metnar á 1,8 milljarða. Í ársreikningnum er einnig tekið fram að félagið hafi átt birgðir af lýsi og mjöli sem voru ekki metnar til verðs. „Þú hefur ekki getað flutt inn hvalaafurðir til Evrópusambandsins síðan 1981. Við seldum lýsið alltaf þangað á sínum tíma. Það eru tvö lönd sem við getum flutt afurðir okkar til og það eru Noregur og Japan. Núna brennum við lýsinu öllu bara á bátunum hjá okkur út af öllum þessum hvalalátum,“ segir Kristján. Einnig er rifjað upp í ársreikningnum að Hvalur hafi á árunum 1986-1989 stundað hvalarannsóknir samkvæmt samningi við Hafrannsóknastofnun. Félagið hafi til viðbótar lagt í kostnað við hvalamerkingar og rannsóknir utan samnings. Kostnaðurinn nam 176 milljónum króna miðað við verðlag í september í fyrra. „Það var verið að merkja hvali hérna á árum áður með sérstökum merkjum og við lögðum til bátana í það. Við tókum saman olíukostnaðinn og launin við þetta og skelltum þessu inn svo það væri hægt að vísa í þetta." Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Stjórn Hvals hf. ákvað í vor að greiða út rúmar 986 milljónir króna í arð til eigenda félagsins. Hvalur hagnaðist um rúma tvo og hálfan milljarð króna í fyrra og batnaði afkoman þá um 1,8 milljarða milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Hvals sem nær yfir tímabilið frá 1. október 2012 til septemberloka 2013. „Stór hluti af þessum hagnaði er vegna eignarhluta í HB Granda og Hampiðjunni,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Eignarhlutirnir sem Kristján vísar til eru í eigu Vogunar hf. Heildartekjur Hvals af 99 prósenta eignarhlut í Vogun námu rúmum 2,3 milljörðum króna á umræddu tímabili. Eigendur félagsins voru 110 talsins í septemberlok 2013. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. var stærsti hluthafinn með 39,5 prósenta hlut en félagið er meðal annars í eigu Kristjáns, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur.Kristján LoftssonEignir Hvals við lok reikningsársins námu rúmum 20 milljörðum króna en skuldirnar alls 5,3 milljörðum. Birgðir af frystum hvalaafurðum voru þá metnar á 1,8 milljarða. Í ársreikningnum er einnig tekið fram að félagið hafi átt birgðir af lýsi og mjöli sem voru ekki metnar til verðs. „Þú hefur ekki getað flutt inn hvalaafurðir til Evrópusambandsins síðan 1981. Við seldum lýsið alltaf þangað á sínum tíma. Það eru tvö lönd sem við getum flutt afurðir okkar til og það eru Noregur og Japan. Núna brennum við lýsinu öllu bara á bátunum hjá okkur út af öllum þessum hvalalátum,“ segir Kristján. Einnig er rifjað upp í ársreikningnum að Hvalur hafi á árunum 1986-1989 stundað hvalarannsóknir samkvæmt samningi við Hafrannsóknastofnun. Félagið hafi til viðbótar lagt í kostnað við hvalamerkingar og rannsóknir utan samnings. Kostnaðurinn nam 176 milljónum króna miðað við verðlag í september í fyrra. „Það var verið að merkja hvali hérna á árum áður með sérstökum merkjum og við lögðum til bátana í það. Við tókum saman olíukostnaðinn og launin við þetta og skelltum þessu inn svo það væri hægt að vísa í þetta."
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira