Markaðsstarf í Bandaríkjunum skilaði 4 milljörðum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2014 13:54 Utanríkisráðuneytið heldur að sér höndum með greiðslu upp í samning við Baldvin Jónsson vegna kynningarstarfs á íslenskum matvælum í útlöndum. vísir Baldvin Jónsson segir að markaðsstarf hans á íslenskum matvörum í Bandaríkjunum hafi skilað samningum upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. Utanríkisráðuneytið heldur nú að sér höndum með greiðslu í verkefnið og segir Baldvin ekki hafa skilað skýrslu vegna þess, sem hann segir rangt. Baldvin Jónsson hefur staðið fyrir kynningu á íslenskum matvælum í Bandaríkjunum í tæp tuttugu ár og að öðrum ólöstuðum á hann t.d. stærstan þátt í því að íslenskt skyr nýtur nú vaxandi vinsælda. Verkefni hans hefur verið hýst víða í stjórnsýslunni á þessum árum en undanfarin ar hefur það heyrt undir utanríkisráðuneitið. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 18 milljónum í verkefni hans en þó var ekki gerður samningur við hann þar af lútandi fyrr en í júlí, þegar árið var rúmlega hálfnað. Baldvin segir að leggja mætti meira fé í þetta verkefni en þær 18 milljónir sem honum eru ætlaðar á árinu. „Það mætti nú vera talsvert mikið meira því þá myndi nást meiri árangur. Þetta er nú sirka eitt prósent af því sem hið opinbera setur í markaðsmál fyrir íslensk fyrirtæki og þjónustu og árangurinn af þessu hefur komið í ljós og er greinlilegur,“ segir Baldvin. Það sé mikill misskilningur að þessar 18 milljónir séu eingreiðsla vegna launakostnaðar til hans. „Þetta fer náttúrlega í kostnað vegna markaðssetningar. Þetta fer í veru mína þarna úti og ég held að 50 prósent af þessu megi reikna til launa. Sem verktakalaun nemur þetta fimm til sexhundruð þúsund krónum á mánuði,“ segir Baldvin. Verkefnið hafi til að mynda leitt til viðskipta upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. „Af vörum sem aldrei hafa selst inn á þennan markað áður. Það eru þarna þrettán vörutegundir sem hafa tengst þessu verkefni og salan hefur gengið mjög vel og er hægt og sígandi alltaf á uppleið og ég held að allir séu mjög ánægðir með það,“ segir Baldvin. Það sé því langt í frá að markaðsstarfið gangi eingöngu út á að koma lambakjöti eða landbúnaðarafurðum á framfæri í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi verið komið á fót verkefni með Samherja og Samtökum bleykjueldisstöðva fyrir um fimm árum. „Nú er Ísland sennilega orðið stærsta framleiðsluland í eldisbleykju. Við höfum komið nálægt ferskum línufiski og laxi. Fjórar tegundir af skyri, tvær tegundir af ostum, tvær tegundir af smjöri, súkkulaði, þari, þörungar, söl og náttúrlega lambakjötið. Svo erum við með og svo erum við með fimm nýjar vörutegundir sem menn eru að sýna töluvert mikinn áhuga. Þetta er allt saman selt undir íslenskum merkjum. Smjör heitir smjör og skyr heitir skyr og svo framvegis,“ segir Baldvin. Hann hefur fengið greiddar 9 milljónir í þessi verkefni það sem af er ári en í Fréttablaðinu í dag kemur fram að utanríkisráðuneytið haldi að sér höndum með 4,5 milljón króna greiðslu sem átti að greiða í september vegna þess að Baldvin hafi ekki skilað inn skýrslu vegna málsins. Baldvin segist hins vegar hafa skilað inn skýrslu um verefni ársins í júní en hann fundar með formanni verkefnisstjórnar utanríkisráðuneytisins um málið í dag. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Baldvin Jónsson segir að markaðsstarf hans á íslenskum matvörum í Bandaríkjunum hafi skilað samningum upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. Utanríkisráðuneytið heldur nú að sér höndum með greiðslu í verkefnið og segir Baldvin ekki hafa skilað skýrslu vegna þess, sem hann segir rangt. Baldvin Jónsson hefur staðið fyrir kynningu á íslenskum matvælum í Bandaríkjunum í tæp tuttugu ár og að öðrum ólöstuðum á hann t.d. stærstan þátt í því að íslenskt skyr nýtur nú vaxandi vinsælda. Verkefni hans hefur verið hýst víða í stjórnsýslunni á þessum árum en undanfarin ar hefur það heyrt undir utanríkisráðuneitið. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 18 milljónum í verkefni hans en þó var ekki gerður samningur við hann þar af lútandi fyrr en í júlí, þegar árið var rúmlega hálfnað. Baldvin segir að leggja mætti meira fé í þetta verkefni en þær 18 milljónir sem honum eru ætlaðar á árinu. „Það mætti nú vera talsvert mikið meira því þá myndi nást meiri árangur. Þetta er nú sirka eitt prósent af því sem hið opinbera setur í markaðsmál fyrir íslensk fyrirtæki og þjónustu og árangurinn af þessu hefur komið í ljós og er greinlilegur,“ segir Baldvin. Það sé mikill misskilningur að þessar 18 milljónir séu eingreiðsla vegna launakostnaðar til hans. „Þetta fer náttúrlega í kostnað vegna markaðssetningar. Þetta fer í veru mína þarna úti og ég held að 50 prósent af þessu megi reikna til launa. Sem verktakalaun nemur þetta fimm til sexhundruð þúsund krónum á mánuði,“ segir Baldvin. Verkefnið hafi til að mynda leitt til viðskipta upp á tæpa fjóra milljarða króna í fyrra. „Af vörum sem aldrei hafa selst inn á þennan markað áður. Það eru þarna þrettán vörutegundir sem hafa tengst þessu verkefni og salan hefur gengið mjög vel og er hægt og sígandi alltaf á uppleið og ég held að allir séu mjög ánægðir með það,“ segir Baldvin. Það sé því langt í frá að markaðsstarfið gangi eingöngu út á að koma lambakjöti eða landbúnaðarafurðum á framfæri í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi verið komið á fót verkefni með Samherja og Samtökum bleykjueldisstöðva fyrir um fimm árum. „Nú er Ísland sennilega orðið stærsta framleiðsluland í eldisbleykju. Við höfum komið nálægt ferskum línufiski og laxi. Fjórar tegundir af skyri, tvær tegundir af ostum, tvær tegundir af smjöri, súkkulaði, þari, þörungar, söl og náttúrlega lambakjötið. Svo erum við með og svo erum við með fimm nýjar vörutegundir sem menn eru að sýna töluvert mikinn áhuga. Þetta er allt saman selt undir íslenskum merkjum. Smjör heitir smjör og skyr heitir skyr og svo framvegis,“ segir Baldvin. Hann hefur fengið greiddar 9 milljónir í þessi verkefni það sem af er ári en í Fréttablaðinu í dag kemur fram að utanríkisráðuneytið haldi að sér höndum með 4,5 milljón króna greiðslu sem átti að greiða í september vegna þess að Baldvin hafi ekki skilað inn skýrslu vegna málsins. Baldvin segist hins vegar hafa skilað inn skýrslu um verefni ársins í júní en hann fundar með formanni verkefnisstjórnar utanríkisráðuneytisins um málið í dag.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent