Svipmynd Markaðarins: Hleypur ekki heldur leggur fyrr af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 22. september 2014 09:59 Teitur var formaður Orators, félags laganema, og sat í ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema. Vísir/Ernir „Ég þurfti að aðlagast þessu á fyrsta degi því þá var verið að undirbúa fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp en fyrstu fimm mínúturnar voru rólegar,“ segir Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um sitt nýja starf. Teitur hóf störf í fjármálaráðuneytinu um miðjan ágúst en hann hafði þá starfað hjá OPUS lögmönnum frá árinu 2011. „Hlutverk aðstoðarmanna er fyrst og fremst fólgið í að aðstoða ráðherra við að sinna sínum starfsskyldum og það er það sem er fram undan hjá mér. Þingið var að koma saman og það er alltaf skemmtilegur tími þegar það færist fjör í hinn pólitíska leikvang og það má búast við skemmtilegum vetri enda mörg spennandi mál á dagskrá,“ segir Teitur. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Mér tókst að útskrifast þaðan en ég var á eðlisfræðibraut II og ætlaði á einhverjum tíma að verða efnafræðingur. Svo gerðist eitthvað sem varð til þess að ég fór í lögfræðina. Það er ekki gott að segja hverju það sætir en lögfræðin, pólitíkin og samfélagsmál heilluðu meira eftir því sem á leið.“ Teitur réði sig í starf fulltrúa á lögmannsstofunni LOGOS að loknu námi og starfaði þar í eitt ár og sinnti þar verkefnum á sviði skatta- og félagaréttar. Eftir það tók við þriggja ára tímabil þar sem hann aðstoðaði við rekstur fiskvinnslunnar Eyrarodda á Flateyri og sat þar í stjórn og framkvæmdastjórn. „Flateyri er minn heimabær og þar er ég uppalinn. Ég reyni að vera duglegur að fara þangað því þar er hún móðir mín búsett. Þar er gott að vera og slaka á og njóta lífsins. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Stjórnmál hafa lengi verið aðaláhugamál Teits og hann segir það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að sameina vinnu og áhugamál. „Eins furðulega og það kann að hljóma. Það er ekki mikið svigrúm fyrir önnur áhugamál en flest allt sem viðkemur samfélagsmálum og félagslífi vekur áhuga minn. Ég er merkilega laus við alla íþróttaiðkun og segi til dæmis við fólk sem hleypur mikið að ég leggi bara alltaf fyrr af stað. En það kemur fyrir að maður fari í fjallgöngur,“ segir Teitur og heldur áfram: „Að vísu á ég annað áhugamál því ég spila stundum nokkur lög á píanóið. Það er best að spila í einrúmi svo aðrir heyri ekki hversu lélegur maður er.“Þórlindur KjartanssonÞórlindur Kjartansson, rekstrarstjóri Meniga „Ég hef þekkt Teit í meira en fimmtán ár – við unnum saman í Vöku og í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins en fyrst og fremst í kringum vefritið og félagsskapinn Deigluna, þar sem hann hefur verið einn af máttarstólpunum í mörg ár. Ekki síst félagslega þar sem hann dregur ekki af sér. Teitur er stálgreindur og harðduglegur. Hann nálgast verkefni sín og umhverfi jafnan af mikilli virðingu og hógværð og hefur svo þægilega nærveru að hlutirnir eiga til að leysast farsællega þegar hans nýtur við. Fáir eru skemmtilegri á góðri stund, og áreiðanlegri á raunastund. Betri vin og samstarfsmann er því tæpast hægt að hugsa sér.“Áslaug FriðriksdóttirÁslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi „Teitur Björn er einn af mínum uppáhaldsfélögum. Hann hefur gríðarlegan áhuga á pólitík, setur sig auðveldlega inn í mál, er vel lesinn, gagnrýninn og skemmtilegur. Undanfarin ár höfum við verið samferða í pólitísku starfi sem treyst hefur vinaböndin. Teitur er talsmaður frjálslyndis og umburðarlyndis og gagnrýnir hart ef honum finnst umburðarlyndið fara í manngreinarálit. Hann er rómantískt náttúrubarn sem fer á veiðar, með bakpoka og tjald, byssu eða stöng, spilar á píanó, kann skil á ólíkum trjátegundum, hefur oft nærri því orðið úti og veit örugglega hvað fiskarnir eru að hugsa.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
„Ég þurfti að aðlagast þessu á fyrsta degi því þá var verið að undirbúa fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp en fyrstu fimm mínúturnar voru rólegar,“ segir Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um sitt nýja starf. Teitur hóf störf í fjármálaráðuneytinu um miðjan ágúst en hann hafði þá starfað hjá OPUS lögmönnum frá árinu 2011. „Hlutverk aðstoðarmanna er fyrst og fremst fólgið í að aðstoða ráðherra við að sinna sínum starfsskyldum og það er það sem er fram undan hjá mér. Þingið var að koma saman og það er alltaf skemmtilegur tími þegar það færist fjör í hinn pólitíska leikvang og það má búast við skemmtilegum vetri enda mörg spennandi mál á dagskrá,“ segir Teitur. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Mér tókst að útskrifast þaðan en ég var á eðlisfræðibraut II og ætlaði á einhverjum tíma að verða efnafræðingur. Svo gerðist eitthvað sem varð til þess að ég fór í lögfræðina. Það er ekki gott að segja hverju það sætir en lögfræðin, pólitíkin og samfélagsmál heilluðu meira eftir því sem á leið.“ Teitur réði sig í starf fulltrúa á lögmannsstofunni LOGOS að loknu námi og starfaði þar í eitt ár og sinnti þar verkefnum á sviði skatta- og félagaréttar. Eftir það tók við þriggja ára tímabil þar sem hann aðstoðaði við rekstur fiskvinnslunnar Eyrarodda á Flateyri og sat þar í stjórn og framkvæmdastjórn. „Flateyri er minn heimabær og þar er ég uppalinn. Ég reyni að vera duglegur að fara þangað því þar er hún móðir mín búsett. Þar er gott að vera og slaka á og njóta lífsins. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Stjórnmál hafa lengi verið aðaláhugamál Teits og hann segir það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að sameina vinnu og áhugamál. „Eins furðulega og það kann að hljóma. Það er ekki mikið svigrúm fyrir önnur áhugamál en flest allt sem viðkemur samfélagsmálum og félagslífi vekur áhuga minn. Ég er merkilega laus við alla íþróttaiðkun og segi til dæmis við fólk sem hleypur mikið að ég leggi bara alltaf fyrr af stað. En það kemur fyrir að maður fari í fjallgöngur,“ segir Teitur og heldur áfram: „Að vísu á ég annað áhugamál því ég spila stundum nokkur lög á píanóið. Það er best að spila í einrúmi svo aðrir heyri ekki hversu lélegur maður er.“Þórlindur KjartanssonÞórlindur Kjartansson, rekstrarstjóri Meniga „Ég hef þekkt Teit í meira en fimmtán ár – við unnum saman í Vöku og í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins en fyrst og fremst í kringum vefritið og félagsskapinn Deigluna, þar sem hann hefur verið einn af máttarstólpunum í mörg ár. Ekki síst félagslega þar sem hann dregur ekki af sér. Teitur er stálgreindur og harðduglegur. Hann nálgast verkefni sín og umhverfi jafnan af mikilli virðingu og hógværð og hefur svo þægilega nærveru að hlutirnir eiga til að leysast farsællega þegar hans nýtur við. Fáir eru skemmtilegri á góðri stund, og áreiðanlegri á raunastund. Betri vin og samstarfsmann er því tæpast hægt að hugsa sér.“Áslaug FriðriksdóttirÁslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi „Teitur Björn er einn af mínum uppáhaldsfélögum. Hann hefur gríðarlegan áhuga á pólitík, setur sig auðveldlega inn í mál, er vel lesinn, gagnrýninn og skemmtilegur. Undanfarin ár höfum við verið samferða í pólitísku starfi sem treyst hefur vinaböndin. Teitur er talsmaður frjálslyndis og umburðarlyndis og gagnrýnir hart ef honum finnst umburðarlyndið fara í manngreinarálit. Hann er rómantískt náttúrubarn sem fer á veiðar, með bakpoka og tjald, byssu eða stöng, spilar á píanó, kann skil á ólíkum trjátegundum, hefur oft nærri því orðið úti og veit örugglega hvað fiskarnir eru að hugsa.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun