Aldrei fleiri ferðamenn á Íslandi í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 16:45 Erlendir gestir í miðbæ Reykjavíkur í júlí. Vísir/Daníel Um 144.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 21.000 fleiri en í júlí í fyrra. Aukningin nemur 17% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í júlí og nú og raunar aldrei fleiri í einum mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu.Bandaríkjamenn fjölmennir Bandaríkjamenn voru líkt og í júní fjölmennastir eða 15,9% af heildarfjölda ferðamanna í júlí en næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 12,5% af heild. Skáru þessar tvær þjóðir sig nokkuð úr en næst komu Bretar (8,7%), Frakkar (7,4%), Danir (5,9%), Norðmenn (4,6%) og Svíar (4,4%). Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 70% af heildarfjölda ferðamanna. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Bretum, Kanadamönnum, Kínverjum og Svíum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í júlí eða um 70% af heildaraukningu.Tvívegis áður meiri fjölgun í júlí Ferðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í júlí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Fjölgun hefur verið öll ár á þessu tímabili og tvívegis hefur þeim fjölgað meira á milli ára en nú, þ.e. í júlí 2007 og 2011. Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá að frá árinu 2010 er góð fjölgun frá öllum svæðum. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest en þeir hafa nærri þrefaldast. Bretar og þeir sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ hafa u.þ.b. tvöfaldast. Nokkru minni fjölgun er frá Mið- og Suður Evrópu en þó 50%. Norðurlandabúum hefur fjölgað 30% frá árinu 2010.546 þúsund ferðamenn frá áramótum Það sem af er ári hefur rúmlega hálf milljón ferðamanna farið frá landinu, nánar tiltekið 546.353 eða um 111 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 25,6% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum og Bretum hefur fjölgað mest, hvorum um sig um tæp 40%, Mið- og S-Evrópubúum um 16%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 30%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%.Ferðir Íslendinga utan Um 39 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, um 6.200 fleiri en í júlí árið 2013. Frá áramótum hafa 224.443 Íslendingar farið utan eða 10,2% fleiri en á sama tímabili árið 2013. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Um 144.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 21.000 fleiri en í júlí í fyrra. Aukningin nemur 17% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í júlí og nú og raunar aldrei fleiri í einum mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu.Bandaríkjamenn fjölmennir Bandaríkjamenn voru líkt og í júní fjölmennastir eða 15,9% af heildarfjölda ferðamanna í júlí en næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 12,5% af heild. Skáru þessar tvær þjóðir sig nokkuð úr en næst komu Bretar (8,7%), Frakkar (7,4%), Danir (5,9%), Norðmenn (4,6%) og Svíar (4,4%). Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 70% af heildarfjölda ferðamanna. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Bretum, Kanadamönnum, Kínverjum og Svíum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í júlí eða um 70% af heildaraukningu.Tvívegis áður meiri fjölgun í júlí Ferðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í júlí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Fjölgun hefur verið öll ár á þessu tímabili og tvívegis hefur þeim fjölgað meira á milli ára en nú, þ.e. í júlí 2007 og 2011. Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá að frá árinu 2010 er góð fjölgun frá öllum svæðum. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest en þeir hafa nærri þrefaldast. Bretar og þeir sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ hafa u.þ.b. tvöfaldast. Nokkru minni fjölgun er frá Mið- og Suður Evrópu en þó 50%. Norðurlandabúum hefur fjölgað 30% frá árinu 2010.546 þúsund ferðamenn frá áramótum Það sem af er ári hefur rúmlega hálf milljón ferðamanna farið frá landinu, nánar tiltekið 546.353 eða um 111 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 25,6% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum og Bretum hefur fjölgað mest, hvorum um sig um tæp 40%, Mið- og S-Evrópubúum um 16%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 30%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%.Ferðir Íslendinga utan Um 39 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, um 6.200 fleiri en í júlí árið 2013. Frá áramótum hafa 224.443 Íslendingar farið utan eða 10,2% fleiri en á sama tímabili árið 2013.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira