Bankarnir hagnast óeðlilega á Seðlabankanum Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2014 19:58 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir ekki eðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist óhóflega á áhættulausum innistæðum sínum í Seðlabankanum sem greiði þeim allt of háa vexti. Nær væri að auka bindiskyldu bankanna vilji Seðlabankinn draga úr peningamagni í umferð. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir peningamálastefnu Seðlabankans fyrir að gefa viðskiptabönkunum allt of góð kjör sem þeir hafi ekkert fyrir að afla."Seðlabankinn er að ávaxta 206 milljarða fyrir bankana á mjög háum vöxtum, nánar tiltekið 5 til 5,7 prósenta vöxtum. Þetta kostar með sama áframhaldi tíu til ellefu milljarða á ári og þetta er allt of hátt, allt of mikið,“ segir Frosti. Bankinn gæti dregið úr þesum vaxtakostnaði sínum sem á endanum sé greiddur af skattgreiðendum. Ef Seðlabankinn vilji binda um 200 milljarða af fé viðskiptabankanna til að draga úr peningamagni í umferð geti hann hækkað bindiskylduna. "Og borgað lægri vexti á bindiskyldureikninga, t.d. vexti sem héldu í við verðbólgu. Það er alger óþarfi að borga bönkunum svona há vexti á svo stóra upphæð,“ segir Frosti. Núverandi fyrirkomulag dragi úr arðgreiðslugetu Seðlabankans. Þegar ríkissjóður standi eins illa og raun ber vitni verði Seðlabankinn að sýna aðhald og velja stýritæki sem séu hagstæðust á hverjum tíma. Bindiskyldan sé nú tvö prósent og óhætt ætti að vera að hækka hana í skrefum um nokkur prósent.En hefði það ekki neikvæð áhrif á stöðu bankanna sjálfra? "Þeir myndu kannski ekki hagnast jafn mikið. En ég held að bankarnir eigi ekki að hagnast á öruggri ávöxtun sinni hjá Seðlabankanum. Það er hvergi svoleiðis í heiminum nema hér,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir ekki eðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist óhóflega á áhættulausum innistæðum sínum í Seðlabankanum sem greiði þeim allt of háa vexti. Nær væri að auka bindiskyldu bankanna vilji Seðlabankinn draga úr peningamagni í umferð. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir peningamálastefnu Seðlabankans fyrir að gefa viðskiptabönkunum allt of góð kjör sem þeir hafi ekkert fyrir að afla."Seðlabankinn er að ávaxta 206 milljarða fyrir bankana á mjög háum vöxtum, nánar tiltekið 5 til 5,7 prósenta vöxtum. Þetta kostar með sama áframhaldi tíu til ellefu milljarða á ári og þetta er allt of hátt, allt of mikið,“ segir Frosti. Bankinn gæti dregið úr þesum vaxtakostnaði sínum sem á endanum sé greiddur af skattgreiðendum. Ef Seðlabankinn vilji binda um 200 milljarða af fé viðskiptabankanna til að draga úr peningamagni í umferð geti hann hækkað bindiskylduna. "Og borgað lægri vexti á bindiskyldureikninga, t.d. vexti sem héldu í við verðbólgu. Það er alger óþarfi að borga bönkunum svona há vexti á svo stóra upphæð,“ segir Frosti. Núverandi fyrirkomulag dragi úr arðgreiðslugetu Seðlabankans. Þegar ríkissjóður standi eins illa og raun ber vitni verði Seðlabankinn að sýna aðhald og velja stýritæki sem séu hagstæðust á hverjum tíma. Bindiskyldan sé nú tvö prósent og óhætt ætti að vera að hækka hana í skrefum um nokkur prósent.En hefði það ekki neikvæð áhrif á stöðu bankanna sjálfra? "Þeir myndu kannski ekki hagnast jafn mikið. En ég held að bankarnir eigi ekki að hagnast á öruggri ávöxtun sinni hjá Seðlabankanum. Það er hvergi svoleiðis í heiminum nema hér,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira