Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Haraldur Guðmundsson skrifar 19. júní 2014 08:39 Frosti Ólafsson bendir á að þrotabúin geti ekki verið í slitameðferð til eilífðarnóns. Vísir/Valli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) leggur til að slitastjórnir búa föllnu bankanna fái samþykktar undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga þar sem byrði vandans yrði skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. „Þetta er að okkar mati besta mögulega niðurstaðan og því fyrr sem slík niðurstaða fæst, því betra. Núverandi staða er vond bæði fyrir þjóðarbúskapinn og kröfuhafa,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í nýrri Skoðun ráðsins er bent á að fimm og hálft ár er liðið frá því að slitastjórnirnar hófu úrvinnslu á þrotabúum þeirra. Ýmislegt hafi áunnist á þeim tíma en lítið miðað í átt að útfærslu á nauðasamningum. Þar vegi þyngst sú forsenda slitastjórnanna að samningar feli í sér undanþágu frá gjaldeyrislögum. Viðskiptaráð telur stjórnvöld hafa svigrúm til eftirgjafar og kröfuhafa hafa hag af því að leggja fram raunhæfar útfærslur á nauðasamningum. „Fyrir kröfuhafana er þetta fyrst og fremst tímavirði peninganna. Þeir eru búnir að innleysa megnið af sínum eignum og eru nú með lausafé sem gefur slaka ávöxtun eða jafnvel enga. Fórnarkostnaður þeirra er einnig fólginn í kostnaði við rekstur þrotabúanna og skattlagningu á fjármálastofnanir,“ segir Frosti. Rekstrarkostnaður þrotabúa föllnu bankanna á síðustu fimm árum nemur samtals 103 milljörðum króna. Kröfuhafar verða af um 260 milljörðum ár hvert vegna tafa á útgreiðslum innlendra eigna. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs þyrfti samkomulag um fulla útgreiðslu að vera samþykkt innan 30 mánaða ef kröfuhafar ætla að fá fulla útgreiðslu. Kröfuhafar yrðu því betur settir með undanþágum sem falla innan núverandi svigrúms stjórnvalda, sem ráðið metur á um 400 milljarða króna. „Kröfuhafarnir myndu þá þurfa að gefa eftir um 60 prósent af innlendum eignum,“ segir Frosti. „Fyrir þjóðarbúskapinn er skaðinn fyrst og fremst sá að biðstaðan tefur afnám hafta en nauðasamningar fela í sér endanlega lausn á stærstu hindruninni í vegi afnáms þeirra. Í því samhengi teljum við forsendur til þess að veita einhvers konar svigrúm eða frávik frá þeim gjaldeyrislögum sem eru til staðar.“ Frosti bendir á að þrotabúin geti ekki verið í slitameðferð til eilífðarnóns. „Ef kröfuhafar leggja ekki fram nauðasamninga sem eru í takt við okkar tillögur teljum við að það megi færa fyrir því rök að gjaldþrotaskipti væru skynsamlegri leið fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa,“ segir Frosti. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) leggur til að slitastjórnir búa föllnu bankanna fái samþykktar undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga þar sem byrði vandans yrði skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. „Þetta er að okkar mati besta mögulega niðurstaðan og því fyrr sem slík niðurstaða fæst, því betra. Núverandi staða er vond bæði fyrir þjóðarbúskapinn og kröfuhafa,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í nýrri Skoðun ráðsins er bent á að fimm og hálft ár er liðið frá því að slitastjórnirnar hófu úrvinnslu á þrotabúum þeirra. Ýmislegt hafi áunnist á þeim tíma en lítið miðað í átt að útfærslu á nauðasamningum. Þar vegi þyngst sú forsenda slitastjórnanna að samningar feli í sér undanþágu frá gjaldeyrislögum. Viðskiptaráð telur stjórnvöld hafa svigrúm til eftirgjafar og kröfuhafa hafa hag af því að leggja fram raunhæfar útfærslur á nauðasamningum. „Fyrir kröfuhafana er þetta fyrst og fremst tímavirði peninganna. Þeir eru búnir að innleysa megnið af sínum eignum og eru nú með lausafé sem gefur slaka ávöxtun eða jafnvel enga. Fórnarkostnaður þeirra er einnig fólginn í kostnaði við rekstur þrotabúanna og skattlagningu á fjármálastofnanir,“ segir Frosti. Rekstrarkostnaður þrotabúa föllnu bankanna á síðustu fimm árum nemur samtals 103 milljörðum króna. Kröfuhafar verða af um 260 milljörðum ár hvert vegna tafa á útgreiðslum innlendra eigna. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs þyrfti samkomulag um fulla útgreiðslu að vera samþykkt innan 30 mánaða ef kröfuhafar ætla að fá fulla útgreiðslu. Kröfuhafar yrðu því betur settir með undanþágum sem falla innan núverandi svigrúms stjórnvalda, sem ráðið metur á um 400 milljarða króna. „Kröfuhafarnir myndu þá þurfa að gefa eftir um 60 prósent af innlendum eignum,“ segir Frosti. „Fyrir þjóðarbúskapinn er skaðinn fyrst og fremst sá að biðstaðan tefur afnám hafta en nauðasamningar fela í sér endanlega lausn á stærstu hindruninni í vegi afnáms þeirra. Í því samhengi teljum við forsendur til þess að veita einhvers konar svigrúm eða frávik frá þeim gjaldeyrislögum sem eru til staðar.“ Frosti bendir á að þrotabúin geti ekki verið í slitameðferð til eilífðarnóns. „Ef kröfuhafar leggja ekki fram nauðasamninga sem eru í takt við okkar tillögur teljum við að það megi færa fyrir því rök að gjaldþrotaskipti væru skynsamlegri leið fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa,“ segir Frosti.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira