Nauðasamningar leiðin að afnámi hafta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júní 2014 12:22 Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur viðskiptaráðs. Afnám hafta hefur dregist um fram það sem upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og er engin lausn í sjónmáli enn sem komið er. Þá er gjaldeyrisvandi þjóðarbúsins vegna fjármálahrunsins töluvert umfangsmeiri og flóknari en talið var þegar höft voru tekin upp fyrir tæpum sex árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri Skoðun um uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands segir að hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila felist í nauðasamningum. Þar er byrði vandans skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins og telur Viðskiptaráð að ekki verði vegið að hagmunum þeirra aðila sem eftir sitja innan hafta með þessari lausn. Vilji kröfuhafar hins vegar ekki koma sér saman um nauðasamninga sem falla innan umrædds svigrúms er þá æskilegra að slitameðferð ljúki með gjaldþrotaskiptum.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs telur að með slíkum samningum náist loks endanleg lausn á vanda þjóðarbúsins. „Nauðasamningar eru besta útkoman fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa vegna þess að ávinningurinn er mikill. Með slíkum samningum fengist endanleg lausn á vanda þrotabúanna og þannig færumst við nær afnámi hafta,“ segir Björn. Hann segir að meðan þessi vandi er óleystur þurfi báðir aðilar að bíða og segir biðstöðuna versta. Þá lendi kröfuhafar í þríþættum kostnaði: töpuðu tímavirði, rekstrarkostnaði og bankaskatti. „Það er alltaf talað um að gjaldþrotaskipti sé slæmur kostur, en það er mun betri kostur en áframhaldandi biðstaða. Kostnaður kröfuhafa núverandi stöðu er mikill og hún veldur því einnig að afnámi hafta seinkar.“ Vandi þjóðarbúsins er fyrst og fremst fólginn í vöntun á erlendum gjaldeyri á hagstæðum kjörum og skortir þjóðarbúið til að mynda um 500 milljarða króna gjaldeyri á næstu árum til að eiga fyrir samningsbundnum afborgunum erlendra lána. Snjóhengjan bætist þó ofan á þetta, eða það fjármagn sem leitað gæti úr landi við afnám hafta og gæti þjóðarbúið þannig þarfnast allt að 1.500 milljarða króna af gjaldeyri til viðbótar til að koma í veg fyrir að útflæðið ógni efnahagslegum stöðugleika. Upphæðirnar eru margfalt hærri en sá gjaldeyrir sem safnast í formi afgangs af viðskiptajöfnuði á ári hverju. Því verður ekki séð að unnt verði að aflétta höftum nema vandinn minnki að umfangi. Lítið miðar þó í átt að fullnægjandi nauðasamningum og vegur þyngst forsenda slitastjórna að nauðasamningur feli í sér undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Afnám hafta hefur dregist um fram það sem upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og er engin lausn í sjónmáli enn sem komið er. Þá er gjaldeyrisvandi þjóðarbúsins vegna fjármálahrunsins töluvert umfangsmeiri og flóknari en talið var þegar höft voru tekin upp fyrir tæpum sex árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri Skoðun um uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands segir að hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila felist í nauðasamningum. Þar er byrði vandans skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins og telur Viðskiptaráð að ekki verði vegið að hagmunum þeirra aðila sem eftir sitja innan hafta með þessari lausn. Vilji kröfuhafar hins vegar ekki koma sér saman um nauðasamninga sem falla innan umrædds svigrúms er þá æskilegra að slitameðferð ljúki með gjaldþrotaskiptum.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs telur að með slíkum samningum náist loks endanleg lausn á vanda þjóðarbúsins. „Nauðasamningar eru besta útkoman fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa vegna þess að ávinningurinn er mikill. Með slíkum samningum fengist endanleg lausn á vanda þrotabúanna og þannig færumst við nær afnámi hafta,“ segir Björn. Hann segir að meðan þessi vandi er óleystur þurfi báðir aðilar að bíða og segir biðstöðuna versta. Þá lendi kröfuhafar í þríþættum kostnaði: töpuðu tímavirði, rekstrarkostnaði og bankaskatti. „Það er alltaf talað um að gjaldþrotaskipti sé slæmur kostur, en það er mun betri kostur en áframhaldandi biðstaða. Kostnaður kröfuhafa núverandi stöðu er mikill og hún veldur því einnig að afnámi hafta seinkar.“ Vandi þjóðarbúsins er fyrst og fremst fólginn í vöntun á erlendum gjaldeyri á hagstæðum kjörum og skortir þjóðarbúið til að mynda um 500 milljarða króna gjaldeyri á næstu árum til að eiga fyrir samningsbundnum afborgunum erlendra lána. Snjóhengjan bætist þó ofan á þetta, eða það fjármagn sem leitað gæti úr landi við afnám hafta og gæti þjóðarbúið þannig þarfnast allt að 1.500 milljarða króna af gjaldeyri til viðbótar til að koma í veg fyrir að útflæðið ógni efnahagslegum stöðugleika. Upphæðirnar eru margfalt hærri en sá gjaldeyrir sem safnast í formi afgangs af viðskiptajöfnuði á ári hverju. Því verður ekki séð að unnt verði að aflétta höftum nema vandinn minnki að umfangi. Lítið miðar þó í átt að fullnægjandi nauðasamningum og vegur þyngst forsenda slitastjórna að nauðasamningur feli í sér undanþágu frá gjaldeyrishöftum.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira