Risti ekki djúpt Jónas Sen skrifar 28. maí 2014 10:30 ICE og Anna Þorvaldsdóttir. „Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus,“ segir Jónas Sen. Vísir/Vilhelm Tónlist: In the Light of Air ICE og Anna Þorvaldsdóttir Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. maíInternational Contemporary Ensemble, eða ICE, er heitið á nútímatónlistarhópi sem kom fram í Norðurljósum á Listahátíð. Fullt af ljósaperum var fyrir ofan hópinn og maður las í tónleikaskrá að hann myndi stýra lýsingunni með leik sínum og andardrætti. Ég verð að segja að ég bjóst við meiru. Tónlistin var eftir Önnu Þorvaldsdóttur, og reyndar kom hún ekki á óvart. Mikið var um grunnstöðuhljóma og alls kyns áferð sem skapaði óhugnanlega stemningu. Bassatromma og drónn í upphafi hljómaði eins og sena úr Inland Empire eftir David Lynch. Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus. Það voru samt mörg falleg augnablik í henni, heilmikil stemning, en almennt var hún dálítið langdregin. Maður hefur heyrt þetta áður. Lýsingin olli hins vegar vonbrigðum. Meiri, miklu meiri fjölbreytni, eitthvað krassandi hefði verið nauðsynlegt. Verkið tók jú heilan klukkutíma. En það gerðist aldrei neitt. Ljósmagnið var mismikið og það var hreinlega eins og einhver væri að leika sér að því að dempa það, án þess að tengja það við tónlistina. Ég a.m.k. sá ekki tenginguna. Þetta var býsna þunnur þrettándi.Niðurstaða: Tónleikarnir áttu sín augnablik en ollu í heild vonbrigðum. Gagnrýni Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist: In the Light of Air ICE og Anna Þorvaldsdóttir Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. maíInternational Contemporary Ensemble, eða ICE, er heitið á nútímatónlistarhópi sem kom fram í Norðurljósum á Listahátíð. Fullt af ljósaperum var fyrir ofan hópinn og maður las í tónleikaskrá að hann myndi stýra lýsingunni með leik sínum og andardrætti. Ég verð að segja að ég bjóst við meiru. Tónlistin var eftir Önnu Þorvaldsdóttur, og reyndar kom hún ekki á óvart. Mikið var um grunnstöðuhljóma og alls kyns áferð sem skapaði óhugnanlega stemningu. Bassatromma og drónn í upphafi hljómaði eins og sena úr Inland Empire eftir David Lynch. Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus. Það voru samt mörg falleg augnablik í henni, heilmikil stemning, en almennt var hún dálítið langdregin. Maður hefur heyrt þetta áður. Lýsingin olli hins vegar vonbrigðum. Meiri, miklu meiri fjölbreytni, eitthvað krassandi hefði verið nauðsynlegt. Verkið tók jú heilan klukkutíma. En það gerðist aldrei neitt. Ljósmagnið var mismikið og það var hreinlega eins og einhver væri að leika sér að því að dempa það, án þess að tengja það við tónlistina. Ég a.m.k. sá ekki tenginguna. Þetta var býsna þunnur þrettándi.Niðurstaða: Tónleikarnir áttu sín augnablik en ollu í heild vonbrigðum.
Gagnrýni Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira