Vilja virkja kraft frumkvöðla Samúel Karl Ólafsson skrifar 28. maí 2014 12:00 Djúpavogshreppur mun leggja 250 þúsund krónur til stofnkostnaðar frumkvöðlasetursins. mynd/aðsend „Við erum búin að hugsa þetta verkefni í nokkuð langan tíma. Hér er fjölbreytt flóra af einyrkjum sem langar að vera undir sama þaki og fá félagsskap hver af öðrum,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sem heldur utan um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. „Þegar við göngum í gegnum ákveðnar hremmingar þá drífur maður oft í því að láta hugmyndir verða að veruleika. Við hjá Austurbrú höfum verið að vinna að þessu og fylgt eftir með ákveðnum aðgerðum sem eru að verða að veruleika, núna á næstu misserum vonandi.“ Austurbrú ses., Afl starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur þess er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.Fyrir austan Djúpavogshreppur mun leggja 250 þúsund krónur til stofnkostnaðar frumkvöðlasetursins.Í tilkynningu frá Austurbrú segir að þjónusta við frumkvöðla og aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja sé hluti af grunnþjónustu stofnunarinnar. Stefnt verði að því að ráða sérstakan verkefnastjóra til starfa í haust, fáist til þess fjármagn. Tilgangur setursins verður að ýta undir sprotastarfsemi og skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar. Sérstök verkefnisstjórn mun setja reglur um aðgang að setrinu og verður greitt fast mánaðargjald fyrir hverja vinnustöð. „Hér er skemmtileg flóra af fólki. Þetta eru innanhússarkitektar, grafískir hönnuðir, fatahönnuðir og fleiri,“ segir Ólafur. „Mér er sagt að hvar sem svona setur verða til komi fólk úr ýmsum áttum sem sé með hugmyndir og fái tækifæri til að koma þeim á framfæri og vinna að þeim í svona hugmyndasamfélagi, eins og maður segir. Fólkið hefur jafnvel unnið að verkefnum inni á heimilum sínum en það er gott að komast í svona samfélag þar sem fjölbreytt flóra af fólki er að vinna,“ segir Ólafur. „Það er mikill kraftur í fólki, þrátt fyrir mikinn mótbyr undanfarna mánuði. Við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri til að virkja þann kraft,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, starfandi framkvæmdastjóri Austurbrúar. „Við erum að stíga fyrstu skrefin, en með þessum krafti sem er í samfélaginu, höfum við alla trú á því að þetta gæti orðið til bóta á þessu svæði.“ Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Við erum búin að hugsa þetta verkefni í nokkuð langan tíma. Hér er fjölbreytt flóra af einyrkjum sem langar að vera undir sama þaki og fá félagsskap hver af öðrum,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sem heldur utan um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. „Þegar við göngum í gegnum ákveðnar hremmingar þá drífur maður oft í því að láta hugmyndir verða að veruleika. Við hjá Austurbrú höfum verið að vinna að þessu og fylgt eftir með ákveðnum aðgerðum sem eru að verða að veruleika, núna á næstu misserum vonandi.“ Austurbrú ses., Afl starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur þess er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.Fyrir austan Djúpavogshreppur mun leggja 250 þúsund krónur til stofnkostnaðar frumkvöðlasetursins.Í tilkynningu frá Austurbrú segir að þjónusta við frumkvöðla og aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja sé hluti af grunnþjónustu stofnunarinnar. Stefnt verði að því að ráða sérstakan verkefnastjóra til starfa í haust, fáist til þess fjármagn. Tilgangur setursins verður að ýta undir sprotastarfsemi og skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar. Sérstök verkefnisstjórn mun setja reglur um aðgang að setrinu og verður greitt fast mánaðargjald fyrir hverja vinnustöð. „Hér er skemmtileg flóra af fólki. Þetta eru innanhússarkitektar, grafískir hönnuðir, fatahönnuðir og fleiri,“ segir Ólafur. „Mér er sagt að hvar sem svona setur verða til komi fólk úr ýmsum áttum sem sé með hugmyndir og fái tækifæri til að koma þeim á framfæri og vinna að þeim í svona hugmyndasamfélagi, eins og maður segir. Fólkið hefur jafnvel unnið að verkefnum inni á heimilum sínum en það er gott að komast í svona samfélag þar sem fjölbreytt flóra af fólki er að vinna,“ segir Ólafur. „Það er mikill kraftur í fólki, þrátt fyrir mikinn mótbyr undanfarna mánuði. Við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri til að virkja þann kraft,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, starfandi framkvæmdastjóri Austurbrúar. „Við erum að stíga fyrstu skrefin, en með þessum krafti sem er í samfélaginu, höfum við alla trú á því að þetta gæti orðið til bóta á þessu svæði.“
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira