Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 19:45 Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson. Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Sjá meira
Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson.
Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Sjá meira
Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21