Viðskipti innlent

Slitastjórnin kærir bankaskattinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Vísir/GVA
Slitastjórn Glitnis kærði bankaskattinn til ríkisskattstjóra um síðustu mánaðamót, að sögn Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns stjórnarinnar. Hún segir bankaskattinn hafa verið greiddan með fyrirvara en hann var lagður á árið 2010 og var þá 0,041%. Um síðustu áramót var hann svo hækkaður í 0,145%.

Slitastjórn Glitnis sendi inn umsögn varðandi hækkunina á sínum tíma. Í umsögninni segir meðal annars að skattlagningin sé „ómálefnaleg og órökrétt“ og að hún brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Steinunn segir að nú verði kannað hver sé afstaða ríkisskattstjóra til skattheimtunnar.

„Við þurfum að fá niðurstöðu frá ríkisskattstjóra og svo kemur auðvitað til greina að láta reyna á lögmæti skattsins fyrir dómstólum. Við metum það hins vegar út frá því hvað kemur út úr kæru okkar til ríkisskattstjóra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×