Hvar á íslenska veðrið heima? Sveinn Arnarsson skrifar 28. júlí 2014 07:00 Íslendingar eiga 90 daga af sumri. Við lifum á þessu skeri, lengst norður í ballarhafi, í skítakulda, nístingsfrosti og kolniðamyrkri og þráum ekkert heitar en gott sumar. Þessi mýta, um góða sumarið á Íslandi, er einhvers konar ópíum fólksins til að við fáumst til að búa hérna. Einhvers konar réttlæting fyrir tilvist okkar hérna utan hins byggilega heims. Okkur verður því oft tíðrætt um veðrið yfir sumartímann, eða skortinn á góða veðrinu. Fjölmiðlar hamast við að segja okkur hversu leiðinlegt veðrið er, hversu mikið sé búið að rigna. Þjóðarsálin hniprar sig saman í kuðung. Við skælum smá yfir sumarskorti og þeir sem eru aflögufærir flykkjast á suðrænar slóðir, líkt og farfuglarnir, þar sem hiti og sól ríkja. Þannig viljum við hafa íslenskt sumar. Veðrið fer hins vegar ekkert mikið í taugarnar á mér skal ég segja ykkur. Heldur þessi endalausa umræða íslenskra fjölmiðla um slæmt íslenskt sumar. Svo virðist sem fjölmiðlarnir stóru hamist á þessari möntru sýknt og heilagt. Sumarveðrið hefur samt sem áður verið með ágætum norðan heiða og á Austurlandi. Einmuna veðurblíða leikur þar við ferðamenn og íbúa á svæðunum. Það er nefnilega þannig, kæru lesendur, að það býr einmitt líka fólk utan höfuðborgarsvæðisins. En stóru fjölmiðlarnir, sem staðsettir eru í Reykjavík, gefa okkur landsmönnum öllum stöðuna á reykvísku votviðri og heimfæra það yfir á alla landsmenn. Útvarpsmenn stóru miðlanna tala um íslenskt sumarveður eins og það kemur þeim fyrir sjónir á meðan þeir eru í vinnunni. Á meðan þeir hamast við að tala um slæmt sumarveður í REYKJAVÍK, búa aðrir við gott veður. Það sem er svo aðlaðandi við íslenskt útvarp er að það næst alls staðar á landinu, líka utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Íslendingar sleikja sólina og kaupa sér ís í veðurblíðunni. Íslensktveður er eins og barn fráskilinna hjóna, sem á skipt lögheimili. Annað lögheimilið er í Skaftahlíð, en hitt í Efstaleiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Íslendingar eiga 90 daga af sumri. Við lifum á þessu skeri, lengst norður í ballarhafi, í skítakulda, nístingsfrosti og kolniðamyrkri og þráum ekkert heitar en gott sumar. Þessi mýta, um góða sumarið á Íslandi, er einhvers konar ópíum fólksins til að við fáumst til að búa hérna. Einhvers konar réttlæting fyrir tilvist okkar hérna utan hins byggilega heims. Okkur verður því oft tíðrætt um veðrið yfir sumartímann, eða skortinn á góða veðrinu. Fjölmiðlar hamast við að segja okkur hversu leiðinlegt veðrið er, hversu mikið sé búið að rigna. Þjóðarsálin hniprar sig saman í kuðung. Við skælum smá yfir sumarskorti og þeir sem eru aflögufærir flykkjast á suðrænar slóðir, líkt og farfuglarnir, þar sem hiti og sól ríkja. Þannig viljum við hafa íslenskt sumar. Veðrið fer hins vegar ekkert mikið í taugarnar á mér skal ég segja ykkur. Heldur þessi endalausa umræða íslenskra fjölmiðla um slæmt íslenskt sumar. Svo virðist sem fjölmiðlarnir stóru hamist á þessari möntru sýknt og heilagt. Sumarveðrið hefur samt sem áður verið með ágætum norðan heiða og á Austurlandi. Einmuna veðurblíða leikur þar við ferðamenn og íbúa á svæðunum. Það er nefnilega þannig, kæru lesendur, að það býr einmitt líka fólk utan höfuðborgarsvæðisins. En stóru fjölmiðlarnir, sem staðsettir eru í Reykjavík, gefa okkur landsmönnum öllum stöðuna á reykvísku votviðri og heimfæra það yfir á alla landsmenn. Útvarpsmenn stóru miðlanna tala um íslenskt sumarveður eins og það kemur þeim fyrir sjónir á meðan þeir eru í vinnunni. Á meðan þeir hamast við að tala um slæmt sumarveður í REYKJAVÍK, búa aðrir við gott veður. Það sem er svo aðlaðandi við íslenskt útvarp er að það næst alls staðar á landinu, líka utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Íslendingar sleikja sólina og kaupa sér ís í veðurblíðunni. Íslensktveður er eins og barn fráskilinna hjóna, sem á skipt lögheimili. Annað lögheimilið er í Skaftahlíð, en hitt í Efstaleiti.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun