Icelandic Times gefið út á kínversku Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 13:55 Ferðaritið Icelandic Times verður gefið út á kínversku frá 1. október Vísir/Stefán Ferðaritið Icelandic Times hefur á síðustu árum vaxið umtalsvert og er nú gefið út á þremur tungumálum; ensku, frönsku og þýsku. Nú í haust stendur til að stækka útgáfuna enn frekar og gefa út blað sérstaklega ætlað kínverskum ferðamönnum, sem verður á kínversku. Þetta kemur fram á vefnum landogsaga.is. Edda Snorradóttir, verkefnastjóri Icelandic Times, segir að að kínverski markaðurinn sé einfaldlega afar spennandi, ekki síst sökum stærðar sinnar og þeirra möguleika sem í honum felist. „Það er fyrirséð að ferðalög Kínverja erlendis munu halda áfram að aukast og við viljum að sjálfsögðu að Ísland tryggi sér sess í hugum kínverskra ferðalanga sem spennandi valmöguleiki. Í Kína er unnið ötullega að íslenskri landkynningu og við þurfum að leggja okkur fram við að bjóða þá ferðamenn velkomna sem sækja okkur heim. Hluti af því felst í að veita þeim upplýsingar á þeirra eigin tungumáli um staðhætti og þá þjónustu sem hér er í boði og gera þeim þannig hægara um vik að nálgast ýmis konar afþreyingu og upplifun svo heimsóknin verði þeim sem ánægjulegust.“ Blaðið verður skrifað á mandarin kínversku sem er opinbert mál í Kína og útbreiddasta mállýska landsins. Efni blaðsins verður alfarið unnið hér landi en svo þýtt og staðfært af sérfræðingum og kínverskumælandi starfsfólki Icelandic Times. Edda leggur áherslu á að framtak af þessu tagi reynist gagnlegt fyrir þau fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar sem vilji ná til þessa hóps ferðamanna og hafi jafnvel þegar lagt í það fjármagn og vinnu. Blaðið verður að forminu til svipað þeim sem Icelandic Times er þegar að gefa út þótt hafa verði hugfast að talsverður menningarmunur sé á milli Íslendinga og Kínverja. Því þurfi að huga að ýmsu varðandi framsetningu þannig tryggt sé að skilaboðin komist óbjöguð á leiðarenda. Grunnhugmyndin er þó vitaskuld alltaf sú sama, þ.e. að aðaðstoða þá sem hingað koma og leiða þá inn í menningu okkar, sögu og náttúru. Fyrsta kínverska útgáfa Icelandic Times mun líta dagsins ljós þann 1. október næstkomandi. Dagsetningin er táknræn, enda þjóðhátíðardagur Kínverja. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ferðaritið Icelandic Times hefur á síðustu árum vaxið umtalsvert og er nú gefið út á þremur tungumálum; ensku, frönsku og þýsku. Nú í haust stendur til að stækka útgáfuna enn frekar og gefa út blað sérstaklega ætlað kínverskum ferðamönnum, sem verður á kínversku. Þetta kemur fram á vefnum landogsaga.is. Edda Snorradóttir, verkefnastjóri Icelandic Times, segir að að kínverski markaðurinn sé einfaldlega afar spennandi, ekki síst sökum stærðar sinnar og þeirra möguleika sem í honum felist. „Það er fyrirséð að ferðalög Kínverja erlendis munu halda áfram að aukast og við viljum að sjálfsögðu að Ísland tryggi sér sess í hugum kínverskra ferðalanga sem spennandi valmöguleiki. Í Kína er unnið ötullega að íslenskri landkynningu og við þurfum að leggja okkur fram við að bjóða þá ferðamenn velkomna sem sækja okkur heim. Hluti af því felst í að veita þeim upplýsingar á þeirra eigin tungumáli um staðhætti og þá þjónustu sem hér er í boði og gera þeim þannig hægara um vik að nálgast ýmis konar afþreyingu og upplifun svo heimsóknin verði þeim sem ánægjulegust.“ Blaðið verður skrifað á mandarin kínversku sem er opinbert mál í Kína og útbreiddasta mállýska landsins. Efni blaðsins verður alfarið unnið hér landi en svo þýtt og staðfært af sérfræðingum og kínverskumælandi starfsfólki Icelandic Times. Edda leggur áherslu á að framtak af þessu tagi reynist gagnlegt fyrir þau fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar sem vilji ná til þessa hóps ferðamanna og hafi jafnvel þegar lagt í það fjármagn og vinnu. Blaðið verður að forminu til svipað þeim sem Icelandic Times er þegar að gefa út þótt hafa verði hugfast að talsverður menningarmunur sé á milli Íslendinga og Kínverja. Því þurfi að huga að ýmsu varðandi framsetningu þannig tryggt sé að skilaboðin komist óbjöguð á leiðarenda. Grunnhugmyndin er þó vitaskuld alltaf sú sama, þ.e. að aðaðstoða þá sem hingað koma og leiða þá inn í menningu okkar, sögu og náttúru. Fyrsta kínverska útgáfa Icelandic Times mun líta dagsins ljós þann 1. október næstkomandi. Dagsetningin er táknræn, enda þjóðhátíðardagur Kínverja.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira