Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra nær þetta til nokkur hundruð einstaklinga, sem tölvukerfið taldi í rekstri án þess að þeir væru það í raun.
„Þeir gefa væntanlega upp laun sín í reit 21 en ekki 24 og tryggingagjald var sett á þá vegna mistaka við vélvinnsluna,“ segir Skúli Eggert.
„Og þetta verður leiðrétt núna í fyrstu vikunni í ágúst. Fjárhæðir á hvern eru ekki háar og við vorum búin að átta okkur á þessu.“

Fjöldi þeirra sem kæra álagningu hafi hins vegar verið mjög svipaður frá ári til árs.
„Þetta eru í kringum 12 til 13 þúsund manns.“
Í ár séu þetta þó eitthvað örlítið færri og því séu líkur á að kærurnar verði líka færri. Embættið hafi hins vegar náð verulegum árangri við að flýta afgreiðslu kæranna.
„Í fyrra náðum við að klára allar kæruafgreiðslur á tveimur og hálfum mánuði, en þegar var lengst þá tók meira en eitt ár að afgreiða þær.“