Svipmynd Markaðarins: Hvergi betra að vera en á Seyðisfirði Haraldur Guðmundsson skrifar 11. október 2014 10:00 Guðrún Ragna er nýbyrjuð í MBA-námi í Háskóla Íslands. Vísir/Ernir „Ég byrjaði í MBA-námi í Háskóla Íslands í haust og svo erum við núna að einbeita okkur að því að innleiða nýjan búnað sem mun gera okkur kleift að auka sölu félagsins á endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, spurð hvaða verkefni séu á borði hennar þessa dagana. Guðrún var ráðin framkvæmdastjóri olíufélagsins í maí 2008 en hún hafði þá starfað sem aðstoðarfjármálastjóri Atlantsolíu í tvö ár. „Þetta eru búnir að vera mjög viðburðaríkir tímar og það gekk á ýmsu fyrstu mánuðina enda varð efnahagshrun skömmu eftir að ég byrjaði. En stærsta breytingin sem ég hef farið í gegnum með fyrirtækinu tengist þessari íblöndun sem við erum að byrja á núna,“ segir Guðrún. Hún útskýrir að félagið vinni nú að því að koma upp lífdísiltönkum og öðrum búnaði í birgðastöð Atlantsolíu í Hafnarfirði. Breytingarnar má rekja til nýrra laga sem eiga að auka notkun á endurnýjanlegu eldsneyti. Guðrún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hún útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Síðar lá leiðin til Spánar þar sem hún lauk meistaragráðu í fjármálum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona. „Þegar ég kom aftur heim byrjaði ég svo hjá Atlantsolíu,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi áður starfað sem fjármálastjóri Heildverslunar Ásgeirs Sigurðssonar og við ýmis bókhaldsstörf. „Í sumar ákvað ég svo að fara í MBA-námið í þeim tilgangi að fríska aðeins upp á menntunina og fá endurnýjaða sýn á hlutina,“ segir Guðrún. Hún er gift Jóni Vali Sigurðssyni sölumanni og þau eiga þrjú börn á aldrinum eins til tólf ára. Frítímanum eyðir Guðrún að mestu með fjölskyldunni. Hún er fædd og uppalin á Seyðisfirði og segir fjölskylduna duglega að fara austur. „Það er hvergi betra að vera og það er ekki spurning að þetta er minn uppáhaldsstaður á landinu enda á ég þar ættingja og vini. Síðan erum við dugleg að fara á skíði og stunda almenna útivist. Svo finnst mér gaman að lesa góðar bækur og ég mæti reglulega í ræktina ef það er hægt að kalla það áhugamál,“ segir Guðrún og hlær.Ása Karín HólmÁsa Karín Hólm, stjórnunarráðgjafi hjá Capacent „Ég hef unnið töluvert með Guðrúnu Rögnu. Hún er mjög vinnusöm og ábyrgðarfullur einstaklingur sem gerir miklar kröfur til sín og þeirra sem starfa með henni. Hún er öflugur stjórnandi sem treystir sínum starfsmönnum vel og er dugleg að „deligera“ valdi og ábyrgð og það skiptir miklu máli ef þú ætlar að ná langt sem stjórnandi. Hún vinnur jafnframt stöðugt að því að efla og styrkja sitt stjórnendateymi. Þrátt fyrir að gegna því hlutverki sem hún er í þá er Guðrún frekar hógvær persóna á eigin getu og frammistöðu. Hún er í raun mjög prívat persóna, mikil fjölskyldukona og góður vinur vina sinna.“Rakel Björg GuðmundsdóttirRakel Björg Guðmundsdóttir, þjónustustjóri Atlantsolíu „Þegar ég hóf störf hjá Atlantsolíu fannst mér mjög töff að kona stýrði félaginu og það á mínum aldri. Guðrún Ragna er frábær stjórnandi og er alltaf tilbúin að hlusta á skoðanir og sjónarmið samstarfsmanna, sem hlýtur að teljast góður kostur. Sem dæmi um það er hurðin sjaldnast lokuð á skrifstofunni hennar. Hún er mjög klár og dugleg enda oft mikið að gera hjá henni en hún nær að jafnvægisstilla sig með hæfilega afslöppuðu viðhorfi. Guðrún er mjög trú sinni innri landsbyggðartúttu sem mér finnst mjög fallegt og gerir hana að enn betri manneskju.“ Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
„Ég byrjaði í MBA-námi í Háskóla Íslands í haust og svo erum við núna að einbeita okkur að því að innleiða nýjan búnað sem mun gera okkur kleift að auka sölu félagsins á endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, spurð hvaða verkefni séu á borði hennar þessa dagana. Guðrún var ráðin framkvæmdastjóri olíufélagsins í maí 2008 en hún hafði þá starfað sem aðstoðarfjármálastjóri Atlantsolíu í tvö ár. „Þetta eru búnir að vera mjög viðburðaríkir tímar og það gekk á ýmsu fyrstu mánuðina enda varð efnahagshrun skömmu eftir að ég byrjaði. En stærsta breytingin sem ég hef farið í gegnum með fyrirtækinu tengist þessari íblöndun sem við erum að byrja á núna,“ segir Guðrún. Hún útskýrir að félagið vinni nú að því að koma upp lífdísiltönkum og öðrum búnaði í birgðastöð Atlantsolíu í Hafnarfirði. Breytingarnar má rekja til nýrra laga sem eiga að auka notkun á endurnýjanlegu eldsneyti. Guðrún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hún útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Síðar lá leiðin til Spánar þar sem hún lauk meistaragráðu í fjármálum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona. „Þegar ég kom aftur heim byrjaði ég svo hjá Atlantsolíu,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi áður starfað sem fjármálastjóri Heildverslunar Ásgeirs Sigurðssonar og við ýmis bókhaldsstörf. „Í sumar ákvað ég svo að fara í MBA-námið í þeim tilgangi að fríska aðeins upp á menntunina og fá endurnýjaða sýn á hlutina,“ segir Guðrún. Hún er gift Jóni Vali Sigurðssyni sölumanni og þau eiga þrjú börn á aldrinum eins til tólf ára. Frítímanum eyðir Guðrún að mestu með fjölskyldunni. Hún er fædd og uppalin á Seyðisfirði og segir fjölskylduna duglega að fara austur. „Það er hvergi betra að vera og það er ekki spurning að þetta er minn uppáhaldsstaður á landinu enda á ég þar ættingja og vini. Síðan erum við dugleg að fara á skíði og stunda almenna útivist. Svo finnst mér gaman að lesa góðar bækur og ég mæti reglulega í ræktina ef það er hægt að kalla það áhugamál,“ segir Guðrún og hlær.Ása Karín HólmÁsa Karín Hólm, stjórnunarráðgjafi hjá Capacent „Ég hef unnið töluvert með Guðrúnu Rögnu. Hún er mjög vinnusöm og ábyrgðarfullur einstaklingur sem gerir miklar kröfur til sín og þeirra sem starfa með henni. Hún er öflugur stjórnandi sem treystir sínum starfsmönnum vel og er dugleg að „deligera“ valdi og ábyrgð og það skiptir miklu máli ef þú ætlar að ná langt sem stjórnandi. Hún vinnur jafnframt stöðugt að því að efla og styrkja sitt stjórnendateymi. Þrátt fyrir að gegna því hlutverki sem hún er í þá er Guðrún frekar hógvær persóna á eigin getu og frammistöðu. Hún er í raun mjög prívat persóna, mikil fjölskyldukona og góður vinur vina sinna.“Rakel Björg GuðmundsdóttirRakel Björg Guðmundsdóttir, þjónustustjóri Atlantsolíu „Þegar ég hóf störf hjá Atlantsolíu fannst mér mjög töff að kona stýrði félaginu og það á mínum aldri. Guðrún Ragna er frábær stjórnandi og er alltaf tilbúin að hlusta á skoðanir og sjónarmið samstarfsmanna, sem hlýtur að teljast góður kostur. Sem dæmi um það er hurðin sjaldnast lokuð á skrifstofunni hennar. Hún er mjög klár og dugleg enda oft mikið að gera hjá henni en hún nær að jafnvægisstilla sig með hæfilega afslöppuðu viðhorfi. Guðrún er mjög trú sinni innri landsbyggðartúttu sem mér finnst mjög fallegt og gerir hana að enn betri manneskju.“
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent