Landsvirkjun skuldaði 268 milljarða í lok ársins 2013 Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2014 18:15 Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/GVA Ársfundur Landsvirkjunar var haldinn í Hörpu í dag undir yfirheitinu Verðmæti í vatnsafli. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn, sem og Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Þá héldu þeir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, og Rafnar Lárusson erindi á fundinum. Erindi Harðar Arnarssonar, forstjóra, var undir heitinu: Samkeppnishæfni - arðsemi - sátt. Hann fjallaði um breytt landslag orkumála á alþjóðlegum vettvangi vegna sterkrar eftirspurnar eftir orku. Þá fór hann yfir hvernig Landsvirkjun veiti iðnaði á Íslandi öflugt samkeppnisforskot. Hér á Íslandi er hægt að veita hægstætt orkuverð, samninga til langs tíma, örugga afhendingu á orku og endurnýjanleg orka á Íslandi. Þessi atriði veiti Íslandi samkeppnisforskot. Þegar væri spurn eftir íslenskri orku orðin mikil. Þó sagði hann að eftirspurn eftir orku á Íslandi yrði í framtíðinni mun meiri en framboðið, sérstaklega þar sem við hefðum ekki svo mikið af orku hér á landi.Áhugi fyrir sæstreng Hörður ræddi einnig um sæstrenginn og sagði hann auka nýtingu og afhendingaöryggi. Að sæstrengur studdur af vatnaaflsvirkjunum á Íslandi gæfi möguleika á sveigjanlegri orkuvinnslu. Í vetur þurfti að skerða orku vegna dræmrar vatnsstöðu, en Hörður birti upplýsingar sem sýndu að það hefði einungis þurft að gera tvisvar síðan veturinn 1995-96. Nánast öll árin væri sóun í kerfinu, það yrði alltaf í lokuðu orkukerfi. Hann sagði að fyrirtækið myndi hvorki leggja, eiga né reka mögulegan sæstreng. Landsvirkjun hefði lagt áherslu á miðað við möguleg tækifæri yrði sæstrengur kannaður til hlítar. Hörður sagði Breta sýna mikinn áhuga á sæstreng. Hann sagði að aldrei myndi nást fullkomin sátt um orkuframkvæmdir en að Landsvirkjun teldi að hægt væri að ná mjög breiðri sátt. Hann sagði að ekki væri búið að virkja stóran hluta af mögulegum virkjunarkostum og að Ísland myndi alltaf virkja minna hlutfall af auðlindum sínum en nágrannaþjóðirnar. Ákvarðanir um virkjanir væru á forræði stjórnvalda og fór Hörður yfir rammaáætlun. Hann sagði mikilvægt að sátt næðist um ferlið en það vantaði sameiginlegan skilning á áætluninni. Hann sagði það alls ekki vera þannig að allt sem færi í nýtingarflokk væri heimilt til að virkja.Besta ár Landsvirkjunar Rafnar Lárusson fór yfir rekstrarniðurstöður árins 2013 sem hann sagði vera besta ár fyrirtækisins. Hann sagði fjármagnsliði hafa verið mun jákvæðari árið 2013 en 2011, sem er næst besta ár Landsvirkjunar. Tekjur Landsvirkjunar hafa verið tengdar álverði sem hefur lækkað mikið. Tekjur af raforkusölu eru orðnar veigameiri en álverðstenging, sem var 66 prósent árið 2009. Hlutfallið var orðið 40 prósent í fyrra. Ef þessi breyting hefði ekki orðið hefði tap Landsvirkjunar orðið mun meira. Haldbært fé frá rekstri var 109 milljónir um áramótin en það hefur verið jákvætt síðustu fimm ár. Í lok ársins skuldaði Landsvirkjun 2,4 milljarða dala, en skuldir lækkuðu um 395 milljónir dala á síðasta ári, sem samsvarar um 45 milljörðum króna. Rafnar sagði að ef félagið myndi ekkert fjárfesta eða greiða arð heldur eingöngu greiða niður skuldir, tæki það 9,4 ár að borga skuldir félagsins. Ársskýrsla Landsvirkjunar verður að þessu einungis gefin út á rafrænu formi en hana má nálgast á vef fyrirtækisins. Tengdar fréttir Bjarni segir hugsanlegt að lífeyrissjóðir eignist hlut í Landsvirkjun Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar sagðist Bjarni opinn fyrir því að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða til lengri tíma í dreifðu eignasafni. 20. maí 2014 16:25 Skuldir Landsvirkjunar hafa lækkað um 45 milljarða króna frá 2009 Þrátt fyrir metraforkusölu var fyrirtækið rekið með tapi, að mestu vegna lækkandi álverðs. 20. maí 2014 15:42 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ársfundur Landsvirkjunar var haldinn í Hörpu í dag undir yfirheitinu Verðmæti í vatnsafli. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn, sem og Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Þá héldu þeir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, og Rafnar Lárusson erindi á fundinum. Erindi Harðar Arnarssonar, forstjóra, var undir heitinu: Samkeppnishæfni - arðsemi - sátt. Hann fjallaði um breytt landslag orkumála á alþjóðlegum vettvangi vegna sterkrar eftirspurnar eftir orku. Þá fór hann yfir hvernig Landsvirkjun veiti iðnaði á Íslandi öflugt samkeppnisforskot. Hér á Íslandi er hægt að veita hægstætt orkuverð, samninga til langs tíma, örugga afhendingu á orku og endurnýjanleg orka á Íslandi. Þessi atriði veiti Íslandi samkeppnisforskot. Þegar væri spurn eftir íslenskri orku orðin mikil. Þó sagði hann að eftirspurn eftir orku á Íslandi yrði í framtíðinni mun meiri en framboðið, sérstaklega þar sem við hefðum ekki svo mikið af orku hér á landi.Áhugi fyrir sæstreng Hörður ræddi einnig um sæstrenginn og sagði hann auka nýtingu og afhendingaöryggi. Að sæstrengur studdur af vatnaaflsvirkjunum á Íslandi gæfi möguleika á sveigjanlegri orkuvinnslu. Í vetur þurfti að skerða orku vegna dræmrar vatnsstöðu, en Hörður birti upplýsingar sem sýndu að það hefði einungis þurft að gera tvisvar síðan veturinn 1995-96. Nánast öll árin væri sóun í kerfinu, það yrði alltaf í lokuðu orkukerfi. Hann sagði að fyrirtækið myndi hvorki leggja, eiga né reka mögulegan sæstreng. Landsvirkjun hefði lagt áherslu á miðað við möguleg tækifæri yrði sæstrengur kannaður til hlítar. Hörður sagði Breta sýna mikinn áhuga á sæstreng. Hann sagði að aldrei myndi nást fullkomin sátt um orkuframkvæmdir en að Landsvirkjun teldi að hægt væri að ná mjög breiðri sátt. Hann sagði að ekki væri búið að virkja stóran hluta af mögulegum virkjunarkostum og að Ísland myndi alltaf virkja minna hlutfall af auðlindum sínum en nágrannaþjóðirnar. Ákvarðanir um virkjanir væru á forræði stjórnvalda og fór Hörður yfir rammaáætlun. Hann sagði mikilvægt að sátt næðist um ferlið en það vantaði sameiginlegan skilning á áætluninni. Hann sagði það alls ekki vera þannig að allt sem færi í nýtingarflokk væri heimilt til að virkja.Besta ár Landsvirkjunar Rafnar Lárusson fór yfir rekstrarniðurstöður árins 2013 sem hann sagði vera besta ár fyrirtækisins. Hann sagði fjármagnsliði hafa verið mun jákvæðari árið 2013 en 2011, sem er næst besta ár Landsvirkjunar. Tekjur Landsvirkjunar hafa verið tengdar álverði sem hefur lækkað mikið. Tekjur af raforkusölu eru orðnar veigameiri en álverðstenging, sem var 66 prósent árið 2009. Hlutfallið var orðið 40 prósent í fyrra. Ef þessi breyting hefði ekki orðið hefði tap Landsvirkjunar orðið mun meira. Haldbært fé frá rekstri var 109 milljónir um áramótin en það hefur verið jákvætt síðustu fimm ár. Í lok ársins skuldaði Landsvirkjun 2,4 milljarða dala, en skuldir lækkuðu um 395 milljónir dala á síðasta ári, sem samsvarar um 45 milljörðum króna. Rafnar sagði að ef félagið myndi ekkert fjárfesta eða greiða arð heldur eingöngu greiða niður skuldir, tæki það 9,4 ár að borga skuldir félagsins. Ársskýrsla Landsvirkjunar verður að þessu einungis gefin út á rafrænu formi en hana má nálgast á vef fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Bjarni segir hugsanlegt að lífeyrissjóðir eignist hlut í Landsvirkjun Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar sagðist Bjarni opinn fyrir því að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða til lengri tíma í dreifðu eignasafni. 20. maí 2014 16:25 Skuldir Landsvirkjunar hafa lækkað um 45 milljarða króna frá 2009 Þrátt fyrir metraforkusölu var fyrirtækið rekið með tapi, að mestu vegna lækkandi álverðs. 20. maí 2014 15:42 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Bjarni segir hugsanlegt að lífeyrissjóðir eignist hlut í Landsvirkjun Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar sagðist Bjarni opinn fyrir því að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða til lengri tíma í dreifðu eignasafni. 20. maí 2014 16:25
Skuldir Landsvirkjunar hafa lækkað um 45 milljarða króna frá 2009 Þrátt fyrir metraforkusölu var fyrirtækið rekið með tapi, að mestu vegna lækkandi álverðs. 20. maí 2014 15:42