Viðskipti innlent

Skuldir Landsvirkjunar hafa lækkað um 45 milljarða króna frá 2009

Samúel Karl Ólason skrifar
„Frá árslokum 2009 hafa nettóskuldir Landsvirkjunar lækkað um 395 milljónir USD. Þrátt fyrir þann árangur er fyrirtækið enn of skuldsett.“ Þetta kom fram í ávarpi Jónasar Þórs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í dag.

395 milljónir dala eru um 44,5 milljarðar króna.

Hann sagði rekstur Landsvirkjunar hafa gengið vel árið 2013 og að raforkusala hafi aukist um 416 GWst. Var hún sú mesta í sögu fyrirtækisins, eða 13.186 GWst. Rekstrartekjur hafi hækkað um 3,7 prósent og hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði og EBIDTA hafi einnig aukist.

„Þrátt fyrir góðan rekstrarárangur í erfiðu markaðsumhverfi var Landsvirkjun rekin með tapi, sem má rekja til lækkandi álverðs á heimsmarkaði og áhrifa þess á reiknað verðmat raforkusamninga,“ sagði Jónas






Fleiri fréttir

Sjá meira


×