Sænski NBA-leikmaðurinn Jonas Jerebko og félagar hans í Detroit Pistons fögnuðu flottum sigri á móti Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Einn af hápunktum leiksins að mati sænskra miðla er þegar Jonas Jerebko blokkaði skot frá besta leikmanni heims, Lebron James, í fjórða leikhlutanum en Detroit-liðið var þá komið 27 stigum yfir.
Jonas Jerebko endaði leikinn með 10 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar á rúmum 27 mínútum en þetta var eina blokkið hans. Það er hægt að sjá þetta varða skot hér.
Jonas Jerebko hefur fengið að spila meira í tveimur fyrstu leikjunum eftir að Detroit Pistons lét Josh Smith fara en Pistons-liðið hefur unnið báða leikina.
Jonas Jerebko er með 5,9 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 14,9 mínútum í leik en þessi 27 ára gamli Svíi er að spila sitt fimmta tímabil í NBA-deildinni.
Jerebko hefur spilað með Detroit Pistons frá því að félagið tók hann í nýliðavalinu 2009.
Blokkaði Lebron í nótt og Svíar eru sáttir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
