Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs lætur af störfum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 16:21 Haraldur hefur starfað hjá Viðskiptaráði í sjö ár. Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, er hættur hjá ráðinu. Hann mun þó verða starfsfólki og stjórn Viðskiptaráðs innan handar eftir þörfum næstu vikur og mánuði. Frá þessu greinir á heimasíðu Viðskiptaráðs. Haraldur mun hefja störf á skatta- og lögfræðisviði Deloitte næstkomandi mánudag. Haraldur segist fullur tilhlökkunar að slást í hóp afar öflugs teymis hjá Deloitee en á sama tíma kveðji hans samstarfsfólk sitt hjá Viðskiptaráði með söknuði. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa með svona færum hópi einstaklinga og um leið njóta viðamikils baklands öflugra stjórnarmanna og félagsmanna. Ég óska þeim velfarnaðar og vona að leiðir okkar muni reglulega liggja saman. Þá hlakka ég til að fylgjast með áframhaldandi vexti Viðskiptaráðs, en eins og nýafstaðið Viðskiptaþing endurspeglar ágætlega þá er málefnastaða ráðsins sterk,“ segir hann.Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir framlag Haraldar til starfsemi Viðskiptaráðs á undanförnum sjö árum hafa verið ómetanlegt. „Auk þess að sinna þeim verkefnum sem falla undir svið aðstoðarframkvæmdastjóra og lögfræðings hefur Haraldur meðal annars leitt uppbyggingu Norðurslóða-viðskiptaráðsins og gegnt lykilhlutverki í sameiginlegri útgáfu Viðskiptaráðs, SA og Nasdaq OMX Iceland á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja og tengdum verkefnum. Stjórn og starfsfólk ráðsins þakka Haraldi fyrir vel unnin störf í þágu ráðsins og óska honum um leið velfarnaðar í nýju og spennandi verkefni,“ segir FrostiHaraldur hóf störf hjá Viðskiptaráði í mars 2007, fyrst sem lögfræðingur og síðar aðallögfræðingur. Hann tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra í ágúst 2010, auk þess að sinna tímabundið starfi framkvæmdastjóra eftir að Finnur Oddsson lét af störfum í nóvember 2012 og þar til Frosti Ólafsson tók við í júní 2013. Haraldur er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og aflaði sér lögmannsréttinda árið 2011. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, er hættur hjá ráðinu. Hann mun þó verða starfsfólki og stjórn Viðskiptaráðs innan handar eftir þörfum næstu vikur og mánuði. Frá þessu greinir á heimasíðu Viðskiptaráðs. Haraldur mun hefja störf á skatta- og lögfræðisviði Deloitte næstkomandi mánudag. Haraldur segist fullur tilhlökkunar að slást í hóp afar öflugs teymis hjá Deloitee en á sama tíma kveðji hans samstarfsfólk sitt hjá Viðskiptaráði með söknuði. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa með svona færum hópi einstaklinga og um leið njóta viðamikils baklands öflugra stjórnarmanna og félagsmanna. Ég óska þeim velfarnaðar og vona að leiðir okkar muni reglulega liggja saman. Þá hlakka ég til að fylgjast með áframhaldandi vexti Viðskiptaráðs, en eins og nýafstaðið Viðskiptaþing endurspeglar ágætlega þá er málefnastaða ráðsins sterk,“ segir hann.Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir framlag Haraldar til starfsemi Viðskiptaráðs á undanförnum sjö árum hafa verið ómetanlegt. „Auk þess að sinna þeim verkefnum sem falla undir svið aðstoðarframkvæmdastjóra og lögfræðings hefur Haraldur meðal annars leitt uppbyggingu Norðurslóða-viðskiptaráðsins og gegnt lykilhlutverki í sameiginlegri útgáfu Viðskiptaráðs, SA og Nasdaq OMX Iceland á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja og tengdum verkefnum. Stjórn og starfsfólk ráðsins þakka Haraldi fyrir vel unnin störf í þágu ráðsins og óska honum um leið velfarnaðar í nýju og spennandi verkefni,“ segir FrostiHaraldur hóf störf hjá Viðskiptaráði í mars 2007, fyrst sem lögfræðingur og síðar aðallögfræðingur. Hann tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra í ágúst 2010, auk þess að sinna tímabundið starfi framkvæmdastjóra eftir að Finnur Oddsson lét af störfum í nóvember 2012 og þar til Frosti Ólafsson tók við í júní 2013. Haraldur er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og aflaði sér lögmannsréttinda árið 2011.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira