Gætu fjármagnað leit að gulli í Þormóðsdal Haraldur Guðmundsson skrifar 3. september 2014 07:30 Fjölmörg fyrirtæki, bæði innlend og erlend, hafa komið að gullleit hér á landi. Sýnin úr borholukjörnunum úr Þormóðsdal voru tekin fyrir síðustu aldamót. Vísir/Vilhelm Eigendur Málmís ehf. eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á að fjármagna gullleit hér á landi. Viðræðurnar hófust í febrúar síðastliðnum en ákvörðun um fjármögnunina gæti samkvæmt heimildum Markaðarins legið fyrir um næstu mánaðamót. Málmís er í eigu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Orkustofnunar. Dótturfélag þess, Melmi ehf., fékk í síðasta mánuði framlengingu á leyfi til leitar og rannsókna á málmum á níu svæðum hér á landi. Melmi er einnig í eigu breska félagsins Gold Island Ltd. Það vill samkvæmt heimildum selja sinn 49 prósenta hlut til félags í eigu fjárfestanna sem nú sýna gullleitinni áhuga. Ekki hafa fengist upplýsingar um hverjir þeir eru en félag fjárfestanna er aftur á móti sagt skráð á Bretlandi. „Við höfum ætlað að loka þessum samningi í nokkurn tíma svo það verði hægt að láta reyna á verkefnið áfram. Þess vegna vorum við að sækja um að fá framlengingu á þessum heimildum sem Melmi hefur til leitarinnar,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Reinhard segir að það sé fyrst og fremst horft til rannsókna og leitar í Þormóðsdal í Mosfellssveit en nefnir einnig Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Leitað hefur verið að gulli í Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) greindi í febrúar í fyrra frá því að endurskoðuð greining á sýnum úr borholukjörnum úr dalnum hefði leitt í ljós að gullvinnsla á svæðinu gæti verið vænleg. Melmi hafði þá borað í dalnum og málmurinn mælst um 400 grömm í hverju tonni af bergi. Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri NMÍ, segir magnið í Þormóðsdal vera með því meira sem gerist. Erlendis sé gull unnið úr bergi þegar mælingar sýni einungis fjögur grömm á tonnið. Hann segir stofnunina fagna því að leyfi til gullleitar í Þormóðsdal og víðar hafi verið endurnýjað. „Hingað til hafa erlendir aðilar fjárfest í gullleitinni og ríkisfé ekki verið notað til hennar. Mikilvægt hefur verið að þekkingin glatist ekki og að íslenskir jarðfræðingar komi að henni,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Eigendur Málmís ehf. eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á að fjármagna gullleit hér á landi. Viðræðurnar hófust í febrúar síðastliðnum en ákvörðun um fjármögnunina gæti samkvæmt heimildum Markaðarins legið fyrir um næstu mánaðamót. Málmís er í eigu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Orkustofnunar. Dótturfélag þess, Melmi ehf., fékk í síðasta mánuði framlengingu á leyfi til leitar og rannsókna á málmum á níu svæðum hér á landi. Melmi er einnig í eigu breska félagsins Gold Island Ltd. Það vill samkvæmt heimildum selja sinn 49 prósenta hlut til félags í eigu fjárfestanna sem nú sýna gullleitinni áhuga. Ekki hafa fengist upplýsingar um hverjir þeir eru en félag fjárfestanna er aftur á móti sagt skráð á Bretlandi. „Við höfum ætlað að loka þessum samningi í nokkurn tíma svo það verði hægt að láta reyna á verkefnið áfram. Þess vegna vorum við að sækja um að fá framlengingu á þessum heimildum sem Melmi hefur til leitarinnar,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Reinhard segir að það sé fyrst og fremst horft til rannsókna og leitar í Þormóðsdal í Mosfellssveit en nefnir einnig Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Leitað hefur verið að gulli í Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) greindi í febrúar í fyrra frá því að endurskoðuð greining á sýnum úr borholukjörnum úr dalnum hefði leitt í ljós að gullvinnsla á svæðinu gæti verið vænleg. Melmi hafði þá borað í dalnum og málmurinn mælst um 400 grömm í hverju tonni af bergi. Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri NMÍ, segir magnið í Þormóðsdal vera með því meira sem gerist. Erlendis sé gull unnið úr bergi þegar mælingar sýni einungis fjögur grömm á tonnið. Hann segir stofnunina fagna því að leyfi til gullleitar í Þormóðsdal og víðar hafi verið endurnýjað. „Hingað til hafa erlendir aðilar fjárfest í gullleitinni og ríkisfé ekki verið notað til hennar. Mikilvægt hefur verið að þekkingin glatist ekki og að íslenskir jarðfræðingar komi að henni,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun