Ólíklegt að félögum í Kauphöll fjölgi fyrir áramót Haraldur Guðmundsson skrifar 4. september 2014 08:30 Sjóvá og HB Grandi voru skráð á markað í apríl síðastliðnum. Vísir/Daníel „Ég get ekki séð að það verði fleiri nýskráningar á árinu og auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar fjöldinn er minni en menn vonuðust eftir,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka, spurður hvort greiningardeild bankans telji að fleiri félög verði skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka sögðu í byrjun ársins að þær teldu líklegt að sex til sjö félög yrðu skráð á markað á árinu. Þau félög sem voru nefnd eru; Reitir, Eik fasteignafélag, Promens, Advania, HB Grandi, Síminn og Sjóvá. Nýskráningar þeirra áttu að stækka hlutabréfamarkaðinn um 35-40 prósent. Nú þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir af árinu hafa einungis tvö þeirra, HB Grandi og Sjóvá, verið skráð í Kauphöllina. „Ég held að menn hafi gefið fullmikið í þegar verið var að tala um sjö félög. Það var eðlilegt að gera ráð fyrir Promens og Advania. Félögin voru á þeim tíma með þannig samsetningu stórra hluthafa að skráning var líkleg,“ segir Kristján og heldur áfram: „Nú hefur það breyst er varðar Advania. Það var nokkuð óvænt breyting á hluthafahópnum þegar Framtakssjóðurinn seldi forkaupsrétt sinn til sænska félagsins AdvInvest AB sem og þegar viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í félaginu milli þessara aðila, sem tryggði sænska félaginu 51 prósents eignarhlut, að teknu tilliti til boðaðrar hlutafjárhækkunar.“ Stjórn Promens sagði í fréttatilkynningu í nóvember 2013 að stefnt væri að skráningu fyrir lok þessa árs. Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið að því að gera félagið skráningarhæft en að ekki sjái fyrir endann á þeirri vinnu. „Það gengur örugglega eftir en ekki á þessu ári og félagið verður þá ekki einungis skráð á Íslandi. Það verður í besta falli með tvöfalda skráningu. Þeir hafa minna við fjármögnun í íslenskum krónum að gera en erlenda fjármögnun sem gæti nýst við stækkun félagsins á erlendri grundu,“ segir Kristján. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion banka tekur undir með Kristjáni og segist ekki eiga von á fleiri nýskráningum á þessu ári. „Ég held að menn hafi átt von á meira lífi og aðeins öflugri markaði bæði hvað varðar veltu og nýskráningar og ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið lakari en víðast hvar erlendis,“ segir Stefán. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að hann hafi vonað að nýskráningar ársins yrðu fleiri. „Ég myndi ekki beint segja að þetta séu vonbrigði en þetta hefur að einhverju leyti gengið hægar en við áttum von á. Það er svo sem ýmislegt sem getur komið upp á í svona ferli og ég held að við séum í þannig stöðu að það sé sæmilega líflegt framundan þó það sé erfitt að spá um nákvæmar tímasetningar.“ Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
„Ég get ekki séð að það verði fleiri nýskráningar á árinu og auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar fjöldinn er minni en menn vonuðust eftir,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka, spurður hvort greiningardeild bankans telji að fleiri félög verði skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka sögðu í byrjun ársins að þær teldu líklegt að sex til sjö félög yrðu skráð á markað á árinu. Þau félög sem voru nefnd eru; Reitir, Eik fasteignafélag, Promens, Advania, HB Grandi, Síminn og Sjóvá. Nýskráningar þeirra áttu að stækka hlutabréfamarkaðinn um 35-40 prósent. Nú þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir af árinu hafa einungis tvö þeirra, HB Grandi og Sjóvá, verið skráð í Kauphöllina. „Ég held að menn hafi gefið fullmikið í þegar verið var að tala um sjö félög. Það var eðlilegt að gera ráð fyrir Promens og Advania. Félögin voru á þeim tíma með þannig samsetningu stórra hluthafa að skráning var líkleg,“ segir Kristján og heldur áfram: „Nú hefur það breyst er varðar Advania. Það var nokkuð óvænt breyting á hluthafahópnum þegar Framtakssjóðurinn seldi forkaupsrétt sinn til sænska félagsins AdvInvest AB sem og þegar viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í félaginu milli þessara aðila, sem tryggði sænska félaginu 51 prósents eignarhlut, að teknu tilliti til boðaðrar hlutafjárhækkunar.“ Stjórn Promens sagði í fréttatilkynningu í nóvember 2013 að stefnt væri að skráningu fyrir lok þessa árs. Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið að því að gera félagið skráningarhæft en að ekki sjái fyrir endann á þeirri vinnu. „Það gengur örugglega eftir en ekki á þessu ári og félagið verður þá ekki einungis skráð á Íslandi. Það verður í besta falli með tvöfalda skráningu. Þeir hafa minna við fjármögnun í íslenskum krónum að gera en erlenda fjármögnun sem gæti nýst við stækkun félagsins á erlendri grundu,“ segir Kristján. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion banka tekur undir með Kristjáni og segist ekki eiga von á fleiri nýskráningum á þessu ári. „Ég held að menn hafi átt von á meira lífi og aðeins öflugri markaði bæði hvað varðar veltu og nýskráningar og ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið lakari en víðast hvar erlendis,“ segir Stefán. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að hann hafi vonað að nýskráningar ársins yrðu fleiri. „Ég myndi ekki beint segja að þetta séu vonbrigði en þetta hefur að einhverju leyti gengið hægar en við áttum von á. Það er svo sem ýmislegt sem getur komið upp á í svona ferli og ég held að við séum í þannig stöðu að það sé sæmilega líflegt framundan þó það sé erfitt að spá um nákvæmar tímasetningar.“
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent