Auðveldar sjálfstætt starfandi að skila launatengdum gjöldum Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2014 17:35 Markmið vefsins er að einfalda skil á launatengdum gjöldum þannig að sjálfsstætt starfandi einstaklingar geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði vefinn Launaskil.is formlega í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í dag. Markmið vefsins er að einfalda skil á launatengdum gjöldum þannig að sjálfsstætt starfandi einstaklingar geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir, líkt og segir í fréttatilkynningu. „Með nokkrum einföldum skrefum er hægt að skila öllum gjöldum á réttan stað og krafa stofnast í heimabanka fyrir þeim gjöldum sem standa skal skil af.“ Frumkvöðlafyrirtækið ReonTech hannaði og þróaði vefinn en Launaskil.is er fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga. „Launaskil.is gerir notendum kleift að skila staðgreiðslu af tekjum til ríkisskattstjóra, skila lögbundnum lífeyri og viðbótarlífeyri til lífeyrisjóðanna, skila stéttarfélagsgjöldum til stéttarfélaga, skila virðisaukaskatti af tekjum og halda utan um uppsafnaðan persónuafslátt og ferlið tekur um eina mínútu í framkvæmd.“ Í tilkynningu segir að upplifun margra sem taka að sér auka verkefni og jafnvel þeirra sem hafa atvinnu af sjálfstæðum rekstri er sú að skil á launagjöldum sé flókið ferli og kostnaðarsamt. „Slíkt flækjustig stuðlar einnig að því að fólk taki á móti svörtum greiðslum til að komast hjá flóknum skilaleiðum og útreikningum.“ Í nútíma samfélagi er orðið algengara að fólk taki að sér allskonar verkefni. Það ekki alltaf klippt og skorið að einstaklingar starfi bara hjá einu fyrirtæki og einu tekjurnar komi þaðan. Nútíma Íslendingurinn vill hafa frelsi til að taka að sér aukastörf og fá þannig aukatekjur. Með Launaskil viljum við gera þeim auðveldara um vik að skila gjöldum af þessum tekjum og forðast bakreikning í ágúst.“ segir Ólafur Páll hjá Launaskil. „Fyrirtækið ReonTech var stofnað árið 2011 og hefur frá upphafi verið staðsett á einu af frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Starfsmenn þess eru um 12 talsins og teymið samanstendur af einstaklega hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum. Í starfsmannahópnum eru til að mynda þeir einu sem útskrifast hafa úr tölvunarstærðfræði frá HR og báðir þeirra eru á forsetalista skólans.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði vefinn Launaskil.is formlega í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í dag. Markmið vefsins er að einfalda skil á launatengdum gjöldum þannig að sjálfsstætt starfandi einstaklingar geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir, líkt og segir í fréttatilkynningu. „Með nokkrum einföldum skrefum er hægt að skila öllum gjöldum á réttan stað og krafa stofnast í heimabanka fyrir þeim gjöldum sem standa skal skil af.“ Frumkvöðlafyrirtækið ReonTech hannaði og þróaði vefinn en Launaskil.is er fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga. „Launaskil.is gerir notendum kleift að skila staðgreiðslu af tekjum til ríkisskattstjóra, skila lögbundnum lífeyri og viðbótarlífeyri til lífeyrisjóðanna, skila stéttarfélagsgjöldum til stéttarfélaga, skila virðisaukaskatti af tekjum og halda utan um uppsafnaðan persónuafslátt og ferlið tekur um eina mínútu í framkvæmd.“ Í tilkynningu segir að upplifun margra sem taka að sér auka verkefni og jafnvel þeirra sem hafa atvinnu af sjálfstæðum rekstri er sú að skil á launagjöldum sé flókið ferli og kostnaðarsamt. „Slíkt flækjustig stuðlar einnig að því að fólk taki á móti svörtum greiðslum til að komast hjá flóknum skilaleiðum og útreikningum.“ Í nútíma samfélagi er orðið algengara að fólk taki að sér allskonar verkefni. Það ekki alltaf klippt og skorið að einstaklingar starfi bara hjá einu fyrirtæki og einu tekjurnar komi þaðan. Nútíma Íslendingurinn vill hafa frelsi til að taka að sér aukastörf og fá þannig aukatekjur. Með Launaskil viljum við gera þeim auðveldara um vik að skila gjöldum af þessum tekjum og forðast bakreikning í ágúst.“ segir Ólafur Páll hjá Launaskil. „Fyrirtækið ReonTech var stofnað árið 2011 og hefur frá upphafi verið staðsett á einu af frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Starfsmenn þess eru um 12 talsins og teymið samanstendur af einstaklega hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum. Í starfsmannahópnum eru til að mynda þeir einu sem útskrifast hafa úr tölvunarstærðfræði frá HR og báðir þeirra eru á forsetalista skólans.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira