Deilt um gagnsæi forvalsins Haraldur Guðmundsson skrifar 2. október 2014 07:00 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, fór ásamt öðrum starfsmönnum félagsins yfir forvalsferlið á blaðamannafundi í gær. Vísir/Pjetur Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Isavia, segir félagið ekki hafa farið gegn ákvörðun fyrri stjórnar Isavia um að forval vegna verslunar- og veitingarýmis í Leifsstöð ætti að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa gagnrýnt framkvæmd forvalsins harðlega.„Það er okkar niðurstaða að þetta sé eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur í forvali af þessu tagi,“ segir Ingimundur. Hann segir stjórn Isavia, sem var kosin í apríl síðastliðnum, hafa rætt verklagið ítarlega á þremur fundum. „Okkar gagnrýni beinist fyrst og fremst að því að ferlið var ekki opið og gagnsætt eins og lög um opinber innkaup og útboðslög bjóða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ og heldur áfram: „Þar af leiðandi gagnrýna fyrirtæki sem fengu ekki aðstöðu í Leifsstöð það að þau hafi ekki fengið upplýsingar um hvar í röðinni þau lentu eða hvaða atriði í skilmálunum felldu þau.“Andrés MagnússonIngimundur segir það standa til að gefa þeim fyrirtækjum sem óski eftir frekari upplýsingum um niðurstöðu forvalsins tækifæri á að ræða við fulltrúa þess verkefnahóps Isavia sem sá um það.„Eftir á að hyggja viðurkenni ég þó, í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um forvalið, og varðar skipan verkefnahópsins, að af þeirri fimm manna nefnd eru fjórir starfsmenn Isavia og einn utanaðkomandi aðili. Það hefði hugsanlega verið betra að hafa annan utanaðkomandi aðila.“ Andrés segir SVÞ bíða svars Isavia við bréfi sem samtökin sendu félaginu fyrir rúmum mánuði þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um hvernig umsóknir þeirra fyrirtækja sem sóttu um aðstöðu í Leifsstöð voru metnar. „Að okkar mati hefði verið snyrtilegra og heiðarlegra af hálfu Isavia að lýsa því strax yfir að lög um opinber innkaup giltu um þetta ferli allt saman. Þá hefði enginn getað sagt neitt og allar upplýsingar verið á borðinu,“ segir Andrés. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Isavia, segir félagið ekki hafa farið gegn ákvörðun fyrri stjórnar Isavia um að forval vegna verslunar- og veitingarýmis í Leifsstöð ætti að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa gagnrýnt framkvæmd forvalsins harðlega.„Það er okkar niðurstaða að þetta sé eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur í forvali af þessu tagi,“ segir Ingimundur. Hann segir stjórn Isavia, sem var kosin í apríl síðastliðnum, hafa rætt verklagið ítarlega á þremur fundum. „Okkar gagnrýni beinist fyrst og fremst að því að ferlið var ekki opið og gagnsætt eins og lög um opinber innkaup og útboðslög bjóða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ og heldur áfram: „Þar af leiðandi gagnrýna fyrirtæki sem fengu ekki aðstöðu í Leifsstöð það að þau hafi ekki fengið upplýsingar um hvar í röðinni þau lentu eða hvaða atriði í skilmálunum felldu þau.“Andrés MagnússonIngimundur segir það standa til að gefa þeim fyrirtækjum sem óski eftir frekari upplýsingum um niðurstöðu forvalsins tækifæri á að ræða við fulltrúa þess verkefnahóps Isavia sem sá um það.„Eftir á að hyggja viðurkenni ég þó, í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um forvalið, og varðar skipan verkefnahópsins, að af þeirri fimm manna nefnd eru fjórir starfsmenn Isavia og einn utanaðkomandi aðili. Það hefði hugsanlega verið betra að hafa annan utanaðkomandi aðila.“ Andrés segir SVÞ bíða svars Isavia við bréfi sem samtökin sendu félaginu fyrir rúmum mánuði þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um hvernig umsóknir þeirra fyrirtækja sem sóttu um aðstöðu í Leifsstöð voru metnar. „Að okkar mati hefði verið snyrtilegra og heiðarlegra af hálfu Isavia að lýsa því strax yfir að lög um opinber innkaup giltu um þetta ferli allt saman. Þá hefði enginn getað sagt neitt og allar upplýsingar verið á borðinu,“ segir Andrés.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira