Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 22:10 „Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu,“ segir Júlíus Freyr Theodórsson, eigandi Júllabúðar í Hrísey en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með. „Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi,“ útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. „Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.“ Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær. „Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.“ Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin. „Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.“ Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel. „Hann býr hérna á móti mér,“ segir Júlli og hlær. „Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.“ Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna „Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur.“ Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla. „Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það,“ útskýrir Júlli. „Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.“ Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu,“ segir Júlíus Freyr Theodórsson, eigandi Júllabúðar í Hrísey en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með. „Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi,“ útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. „Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.“ Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær. „Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.“ Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin. „Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.“ Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel. „Hann býr hérna á móti mér,“ segir Júlli og hlær. „Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.“ Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna „Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur.“ Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla. „Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það,“ útskýrir Júlli. „Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.“
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira