Fékk að róta eftirlitslaus í gögnum saksóknarans Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. september 2014 09:46 Sérstakur saksóknari. Vísir/Stefán Starfsmaður skiptastjóra Milestone ehf. hafði ótakmarkaðan og eftirlitslausan aðgang að rannsóknargögnum embættis Sérstaks saksóknara í tvo daga. Þetta kemur fram í yfirheyrslu yfir starfsmanninum í tengslum við rannsókn á tveimur fyrrverandi starfsmönnum Sérstaks saksóknara. Verjandi Karls Wernerssonar hefur sent Ríkissaksóknara kröfu um afhendingu gagna vegna þessa. Hann gagnrýnir harðlega þetta verklag sem hann segir meðal annars fela í sér gróft brot gagnvart Karli, brot á almennum hegningarlögum og ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála. Verjandinn, Ólafur Eiríksson hæstaréttarlögmaður, kærði embætti Sérstaks saksóknara til Ríkissaksóknara vegna aðgangs skiptastjóra að rannsóknargögnum embættisins og krafðist rannsóknar á starfsháttum þess. Kærunni var vísað frá þar sem ekki var talið tilefni til frekari rannsóknar og málið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Verjandinn óskaði bréflega eftir rökstuðningi Ríkissaksóknara á niðurfellingunni. Í bréfinu kemur fram að þar sem ekki sé hægt að kæra niðurstöðu Ríkissaksóknara um niðurfellingu málsins sé ómögulegt að meta, án rökstuðnings, hvort fullnægjandi rannsókn hafi átt sér stað. Verjandinn telur þær upplýsingar sem hann hafði þá sýna að gróflega hafi verið brotið á rétti hans af hálfu yfirvalda. Frekari rökstuðningur fyrir ákvörðuninni var ekki veittur af embætti Ríkissaksóknara. Í minnisblaði sem saksóknari hjá Ríkissaksóknara sem sá um rannsókn málsins sendi Sigríði Friðjónsdóttur í júlí 2012, kemur fram að aðgangur að gögnum virðist ekki hafa verið í föstum skorðum hjá embætti Sérstaks saksóknara. Starfsmaður Milestone segir í yfirheyrslunni að haustið 2010 hafi sér verið veitt heimild frá sérstökum saksóknara, meðal annars til að „róta“ í gögnum í skjalageymslu án eftirlits. Hann hafi verið á gangi þar sem gögn í tengslum við Milestone málin hafi verið vistuð en þar hafi einnig verið fleiri gögn tengd öðrum málum. Verjandi Karls krefst þess að fá aðgang að gögnunum eigi síðar en í dag. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Starfsmaður skiptastjóra Milestone ehf. hafði ótakmarkaðan og eftirlitslausan aðgang að rannsóknargögnum embættis Sérstaks saksóknara í tvo daga. Þetta kemur fram í yfirheyrslu yfir starfsmanninum í tengslum við rannsókn á tveimur fyrrverandi starfsmönnum Sérstaks saksóknara. Verjandi Karls Wernerssonar hefur sent Ríkissaksóknara kröfu um afhendingu gagna vegna þessa. Hann gagnrýnir harðlega þetta verklag sem hann segir meðal annars fela í sér gróft brot gagnvart Karli, brot á almennum hegningarlögum og ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála. Verjandinn, Ólafur Eiríksson hæstaréttarlögmaður, kærði embætti Sérstaks saksóknara til Ríkissaksóknara vegna aðgangs skiptastjóra að rannsóknargögnum embættisins og krafðist rannsóknar á starfsháttum þess. Kærunni var vísað frá þar sem ekki var talið tilefni til frekari rannsóknar og málið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Verjandinn óskaði bréflega eftir rökstuðningi Ríkissaksóknara á niðurfellingunni. Í bréfinu kemur fram að þar sem ekki sé hægt að kæra niðurstöðu Ríkissaksóknara um niðurfellingu málsins sé ómögulegt að meta, án rökstuðnings, hvort fullnægjandi rannsókn hafi átt sér stað. Verjandinn telur þær upplýsingar sem hann hafði þá sýna að gróflega hafi verið brotið á rétti hans af hálfu yfirvalda. Frekari rökstuðningur fyrir ákvörðuninni var ekki veittur af embætti Ríkissaksóknara. Í minnisblaði sem saksóknari hjá Ríkissaksóknara sem sá um rannsókn málsins sendi Sigríði Friðjónsdóttur í júlí 2012, kemur fram að aðgangur að gögnum virðist ekki hafa verið í föstum skorðum hjá embætti Sérstaks saksóknara. Starfsmaður Milestone segir í yfirheyrslunni að haustið 2010 hafi sér verið veitt heimild frá sérstökum saksóknara, meðal annars til að „róta“ í gögnum í skjalageymslu án eftirlits. Hann hafi verið á gangi þar sem gögn í tengslum við Milestone málin hafi verið vistuð en þar hafi einnig verið fleiri gögn tengd öðrum málum. Verjandi Karls krefst þess að fá aðgang að gögnunum eigi síðar en í dag.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira