Sleggjudómar menntamálaráðherra Björn Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 „Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að framhaldsskólinn nýti tíma íslenskra ungmenna illa.“ Þetta hafði Agnes Bragadóttir eftir Illuga í viðtali sem birtist í Mbl. 9. okt. Að mati Illuga eru of fáir sem ljúka framhaldsskólanámi á Íslandi og hann telur að besta leiðin til að breyta því sé að skerða námið um 25%. Hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að skert nám þýði ónógan undirbúning fyrir háskólanám. Framhaldsskólar byggja námsframboð sitt á námskrám frá menntamálaráðuneytinu frá 1999. Þar eru skilgreindar námsbrautir og námsáfangar. Námskröfur eru ekki nákvæmlega skilgreindar en framhaldsskólakennarar eiga að hafa dómgreind og þekkingu til að hafa þær þannig að nemandi sem stenst þær sé hæfur til að stunda háskólanám. Í framhaldsskólunum er talsvert um að nemendur nái ekki settu marki í einstökum áföngum og sumir hætta í skóla, ýmist tímabundið eða alveg. Í huga Illuga Gunnarssonar merkir þetta að framhaldsskólinn nýti tíma nemenda illa. Margir nemendur nýta sér vel það sem skólinn býður og halda áfram námi með glæsibrag. En sumir nýta ekki tímann í skólanum sér til gagns. Illugi kýs að varpa ábyrgðinni á slíku á framhaldsskólann sjálfan. Nemendur eru afsprengi erfða, uppeldis og annarra aðstæðna í sínu lífi. Suma má líta á sem fórnarlömb slæmra aðstæðna. Þar má nefna skort á ást og umhyggju í uppeldi, slæmar heimilisaðstæður, óreglu, fátækt, ofbeldi. Sumir eiga erfitt með nám vegna ofneyslu áfengis, vímuefnaneyslu, þunglyndis, kvíða, félagsfælni, tölvufíknar, neysluhyggju, of mikillar launavinnu með námi o.s.frv. Sumir velja sér nám sem hæfir hvorki áhugasviði né námsgetu. Í sumum framhaldsskólum er nærri helmingur nemenda illa læs. Er við því að búast að tíminn nýtist þeim vel til náms? Nú fara um 95% af hverjum árgangi í framhaldsskóla og ekki þarf að yfirstíga neinn þröskuld til að komast þangað eins og áður var. Hvaða merkingu á stúdentspróf að hafa? Eiga allir að fá það? Eiga allir að geta hafið háskólanám án þess að hafa staðist tilteknar lágmarksnámskröfur? Eiga allir að fara í háskóla? Hverjir eiga að sinna þeim störfum í samfélaginu sem ekki krefjast háskólamenntunar?Ýmsar leiðir Hægt er að fara ýmsar leiðir til að minnka brottfall nemenda úr framhaldsskólum. Greina mætti styrkleika hvers og eins og veita ráðgjöf um námsval í samræmi við það eða jafnvel stýra nemendum inn á viðeigandi námsbrautir. Hérlendis er nánast engin stýring af þessu tagi og það á sinn þátt í slöku námsgengi margra; þeir eru í röngu námi. Illugi vill að íslenskir nemendur hafi sömu námstækifæri og nemendur í öðrum löndum, þ.e. að ljúka námi til stúdentsprófs á 12-13 árum í stað 14. Illugi minnist þó ekki á námsstyrki til nemenda sem tíðkast í þeim löndum sem hann vill bera okkur saman við. Jöfn tækifæri til náms snúast sem sagt bara um það sem hentar sparnaðaraðgerðum ríkisins. Þegar Þorgerður K. Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra heimsótti hún skólana og ræddi við kennara, sóttist eftir samræðu. Að lokum tók hún viturlega ákvörðun, sá sveigjanleikann í kerfinu og gaf möguleika á mismunandi námslengd. Illugi lætur hins vegar ekki sjá sig í skólunum. Hann heldur illa auglýsta fundi í kirkjum og félagsheimilum og skv. Facebook-færslum áróðursmeistara hans eru allir sammála um þá skerðingu á framhaldsskólanámi sem hann hefur fyrirskipað. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú er ekkert annað en 25% skerðing á námi og leiðir ekki til bættrar menntunar. Ráðherrann vill ekki stytta grunnskólann úr tíu árum í níu því að sveitarfélögin reka grunnskólann, en markmiðið er að spara ríkisútgjöld. Illugi Gunnarsson ætti að kynna sér starfsemi framhaldsskólanna áður en hann fellir sleggjudóma um að framhaldsskólarnir séu að sóa tíma nemenda. Það er illt að sitja undir því að æðsti yfirmaður skólanna tali um þá af slíkri lítilsvirðingu og skilningsleysi, sem hlýtur að stafa af vanþekkingu hans. En auðvitað mælir hver maður eins og hann hefur vit til. Ráðherrann ætti að styðja skólana til að þjóna betur hinum breiða nemendahópi, t.d. með nýjum námskrám. Ráðherra sem sker niður menntakerfið í stað þess að styðja við umbætur fær falleinkunn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
„Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að framhaldsskólinn nýti tíma íslenskra ungmenna illa.“ Þetta hafði Agnes Bragadóttir eftir Illuga í viðtali sem birtist í Mbl. 9. okt. Að mati Illuga eru of fáir sem ljúka framhaldsskólanámi á Íslandi og hann telur að besta leiðin til að breyta því sé að skerða námið um 25%. Hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að skert nám þýði ónógan undirbúning fyrir háskólanám. Framhaldsskólar byggja námsframboð sitt á námskrám frá menntamálaráðuneytinu frá 1999. Þar eru skilgreindar námsbrautir og námsáfangar. Námskröfur eru ekki nákvæmlega skilgreindar en framhaldsskólakennarar eiga að hafa dómgreind og þekkingu til að hafa þær þannig að nemandi sem stenst þær sé hæfur til að stunda háskólanám. Í framhaldsskólunum er talsvert um að nemendur nái ekki settu marki í einstökum áföngum og sumir hætta í skóla, ýmist tímabundið eða alveg. Í huga Illuga Gunnarssonar merkir þetta að framhaldsskólinn nýti tíma nemenda illa. Margir nemendur nýta sér vel það sem skólinn býður og halda áfram námi með glæsibrag. En sumir nýta ekki tímann í skólanum sér til gagns. Illugi kýs að varpa ábyrgðinni á slíku á framhaldsskólann sjálfan. Nemendur eru afsprengi erfða, uppeldis og annarra aðstæðna í sínu lífi. Suma má líta á sem fórnarlömb slæmra aðstæðna. Þar má nefna skort á ást og umhyggju í uppeldi, slæmar heimilisaðstæður, óreglu, fátækt, ofbeldi. Sumir eiga erfitt með nám vegna ofneyslu áfengis, vímuefnaneyslu, þunglyndis, kvíða, félagsfælni, tölvufíknar, neysluhyggju, of mikillar launavinnu með námi o.s.frv. Sumir velja sér nám sem hæfir hvorki áhugasviði né námsgetu. Í sumum framhaldsskólum er nærri helmingur nemenda illa læs. Er við því að búast að tíminn nýtist þeim vel til náms? Nú fara um 95% af hverjum árgangi í framhaldsskóla og ekki þarf að yfirstíga neinn þröskuld til að komast þangað eins og áður var. Hvaða merkingu á stúdentspróf að hafa? Eiga allir að fá það? Eiga allir að geta hafið háskólanám án þess að hafa staðist tilteknar lágmarksnámskröfur? Eiga allir að fara í háskóla? Hverjir eiga að sinna þeim störfum í samfélaginu sem ekki krefjast háskólamenntunar?Ýmsar leiðir Hægt er að fara ýmsar leiðir til að minnka brottfall nemenda úr framhaldsskólum. Greina mætti styrkleika hvers og eins og veita ráðgjöf um námsval í samræmi við það eða jafnvel stýra nemendum inn á viðeigandi námsbrautir. Hérlendis er nánast engin stýring af þessu tagi og það á sinn þátt í slöku námsgengi margra; þeir eru í röngu námi. Illugi vill að íslenskir nemendur hafi sömu námstækifæri og nemendur í öðrum löndum, þ.e. að ljúka námi til stúdentsprófs á 12-13 árum í stað 14. Illugi minnist þó ekki á námsstyrki til nemenda sem tíðkast í þeim löndum sem hann vill bera okkur saman við. Jöfn tækifæri til náms snúast sem sagt bara um það sem hentar sparnaðaraðgerðum ríkisins. Þegar Þorgerður K. Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra heimsótti hún skólana og ræddi við kennara, sóttist eftir samræðu. Að lokum tók hún viturlega ákvörðun, sá sveigjanleikann í kerfinu og gaf möguleika á mismunandi námslengd. Illugi lætur hins vegar ekki sjá sig í skólunum. Hann heldur illa auglýsta fundi í kirkjum og félagsheimilum og skv. Facebook-færslum áróðursmeistara hans eru allir sammála um þá skerðingu á framhaldsskólanámi sem hann hefur fyrirskipað. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú er ekkert annað en 25% skerðing á námi og leiðir ekki til bættrar menntunar. Ráðherrann vill ekki stytta grunnskólann úr tíu árum í níu því að sveitarfélögin reka grunnskólann, en markmiðið er að spara ríkisútgjöld. Illugi Gunnarsson ætti að kynna sér starfsemi framhaldsskólanna áður en hann fellir sleggjudóma um að framhaldsskólarnir séu að sóa tíma nemenda. Það er illt að sitja undir því að æðsti yfirmaður skólanna tali um þá af slíkri lítilsvirðingu og skilningsleysi, sem hlýtur að stafa af vanþekkingu hans. En auðvitað mælir hver maður eins og hann hefur vit til. Ráðherrann ætti að styðja skólana til að þjóna betur hinum breiða nemendahópi, t.d. með nýjum námskrám. Ráðherra sem sker niður menntakerfið í stað þess að styðja við umbætur fær falleinkunn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar