Fallegt, en stundum kraftlaust Jónas Sen skrifar 5. nóvember 2014 12:30 Nelson Goerner Nordicphotos/Getty Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu Nelson Goerner Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Þetta virðist vera á undanhaldi. Hér áður fyrr komust sigurvegararnir á forsíður stórblaðanna. Nú þykir það ekkert merkilegt lengur. Í dag þarf fólk því að beita öðrum ráðum til að vekja á sér athygli. Mestanpartinn er það frumleikinn á YouTube sem ræður. Helst verður það að vera eitthvað fáránlegt. Ef manni tækist að syngja lag eftir Schubert með endaþarminum væri það stórfrétt. Maður yrði frægur á svipstundu og þyrfti enga keppni. Að þessu sinni var það Nelson Goerner sem lék á flygilinn í Norðurljósum í Hörpu. Hann var sigurvegarinn í Franz Liszt-keppninni á sínum tíma, og líka í píanókeppninni í Genf. Svo er hann auðvitað á YouTube, en þar eru mörg frábær myndskeið með honum. Þó er þar engin viðundrasýning. Tónleikarnir byrjuðu á sónötu K 282 eftir Mozart. Upphafið var rólegt og Goerner lék af unaðslegri mýkt. Hljómurinn í slaghörpunni var dásamlegur. Hraðari kaflar á eftir komu samt ekki eins vel út, hvernig sem á því stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir ónákvæmni og rytminn hefði mátt vera markvissari. Betra var næsta verk á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann. Þar var leikur Goerners andríkur, allar andstæðurnar í tónlistinni voru skemmtilega útfærðar. Það var gott flæði í tónlistinni, en þó vantaði aðeins upp á kraftinn. Hljómurinn í flyglinum hefði mátt vera öflugri. Magnaðir hápunktar eiga að koma fyrir í verkinu, en þeir misstu stundum marks á tónleikunum. Eftir hlé voru prelúdíur Chopins á dagskrá. Þær eru 24 talsins, yfirleitt mjög stuttar, hálfgerð örverk. Þarna var Goerner í essinu sínu. Túlkunin var litrík og spennandi, og tæknin var óaðfinnanleg. Ef hægt er að gagnrýna eitthvað, þá er það helst pedalnotkunin. Hún var dálítið mikil. Sérstaklega í sextándu prelúdíunni, sem fyrir bragðið var ekki nógu spennandi. Bassinn var of gruggugur. En yfirleitt var leikur Goerners flottur. Aukalögin voru skemmtileg. Hið fyrra var fjórða prelúdían úr bók I eftir Debussy. Þar voru litbrigðin mögnuð. Seinna aukalagið var hin sjaldheyrða Schulz-Evler-útsetning á Dónárvalsinum eftir Strauss. Píanistinn hristi hana fram úr erminni eins og ekkert væri. Það var svo sannarlega flugeldasýning.Niðurstaða: Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari. Gagnrýni Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu Nelson Goerner Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Þetta virðist vera á undanhaldi. Hér áður fyrr komust sigurvegararnir á forsíður stórblaðanna. Nú þykir það ekkert merkilegt lengur. Í dag þarf fólk því að beita öðrum ráðum til að vekja á sér athygli. Mestanpartinn er það frumleikinn á YouTube sem ræður. Helst verður það að vera eitthvað fáránlegt. Ef manni tækist að syngja lag eftir Schubert með endaþarminum væri það stórfrétt. Maður yrði frægur á svipstundu og þyrfti enga keppni. Að þessu sinni var það Nelson Goerner sem lék á flygilinn í Norðurljósum í Hörpu. Hann var sigurvegarinn í Franz Liszt-keppninni á sínum tíma, og líka í píanókeppninni í Genf. Svo er hann auðvitað á YouTube, en þar eru mörg frábær myndskeið með honum. Þó er þar engin viðundrasýning. Tónleikarnir byrjuðu á sónötu K 282 eftir Mozart. Upphafið var rólegt og Goerner lék af unaðslegri mýkt. Hljómurinn í slaghörpunni var dásamlegur. Hraðari kaflar á eftir komu samt ekki eins vel út, hvernig sem á því stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir ónákvæmni og rytminn hefði mátt vera markvissari. Betra var næsta verk á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann. Þar var leikur Goerners andríkur, allar andstæðurnar í tónlistinni voru skemmtilega útfærðar. Það var gott flæði í tónlistinni, en þó vantaði aðeins upp á kraftinn. Hljómurinn í flyglinum hefði mátt vera öflugri. Magnaðir hápunktar eiga að koma fyrir í verkinu, en þeir misstu stundum marks á tónleikunum. Eftir hlé voru prelúdíur Chopins á dagskrá. Þær eru 24 talsins, yfirleitt mjög stuttar, hálfgerð örverk. Þarna var Goerner í essinu sínu. Túlkunin var litrík og spennandi, og tæknin var óaðfinnanleg. Ef hægt er að gagnrýna eitthvað, þá er það helst pedalnotkunin. Hún var dálítið mikil. Sérstaklega í sextándu prelúdíunni, sem fyrir bragðið var ekki nógu spennandi. Bassinn var of gruggugur. En yfirleitt var leikur Goerners flottur. Aukalögin voru skemmtileg. Hið fyrra var fjórða prelúdían úr bók I eftir Debussy. Þar voru litbrigðin mögnuð. Seinna aukalagið var hin sjaldheyrða Schulz-Evler-útsetning á Dónárvalsinum eftir Strauss. Píanistinn hristi hana fram úr erminni eins og ekkert væri. Það var svo sannarlega flugeldasýning.Niðurstaða: Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari.
Gagnrýni Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira