„Skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 11:06 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/GVA „Þetta eru skýr skilaboð frá Seðlabankanum, annars vegar hvað varðar þann árangur sem náðst hefur. Verðbólgan er komin niður fyrir 2% og hefur verið fyrir neðan verðbólgumarkmið bankans um nokkurra mánaða skeið. Skilaboðin eru að sama skapi alveg skýr hvað það varðar að framhald vaxtaþróunar ræðst af næstu kjarasamningalotu. Ef að launahækkanir verði í samræmi við verðbólgumarkmið bankans að þá megi búast við frekari vaxtalækkunum. Ef að launahækkanir verði hins vegar langt úr hófi fram megi búast við því að vextir hækki á nýjan leik.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands, en ákvörðun varðandi þá var kynnt í morgun. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá einhver áhrif af lækkuninni strax í atvinnulífinu segir Þorsteinn: „Það er alveg ljóst að fjárfestingarstigið er nátengt vaxtastiginu. Lækkandi vextir eiga því að örva fjárfestinguna. Að sama skapi hefur lækkunin áhrif á vaxtabyrði bæði einstaklinga og fyrirtækja. Þannig að þetta hefur umtalsverð áhrif á efnahagslífið. Vaxtastig okkar er ennþá miklu hærra en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Það er auðvitað vegna þessa efnahagslega óstöðugleika sem við höfum búið við en ástandið fer batnandi. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið af mörgum í átt að sambærilegum vöxtum.“ En eru Samtök atvinnulífsins bjartsýn á að næstu kjarasamningar leiði til enn frekari vaxtalækkunar? „Það hefur auðvitað verið mikil ólga í aðdraganda næstu kjarasamningalotu. Engu að síður hefur árangurinn af síðustu kjarasamningum verið ótvíræður og við teljum algjörlega nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut.“ Þorsteinn segir að kaupmátturinn sé það sem skipti mestu máli auk þess að vaxtastig hér sé sambærilegt við það sem þekkist á nágrannalöndunum. Það hafi áhrif á stærsta útgjaldalið heimilanna, húsnæðiskostnað, hvort sem fólk er að borga af lánum eða er á leigumarkaði. Hvoru tveggja ræðst töluvert af vaxtakostnaði í landinu. Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Stýrivextir lækka um 0,25% samkvæmt ákvörðun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. 5. nóvember 2014 09:05 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
„Þetta eru skýr skilaboð frá Seðlabankanum, annars vegar hvað varðar þann árangur sem náðst hefur. Verðbólgan er komin niður fyrir 2% og hefur verið fyrir neðan verðbólgumarkmið bankans um nokkurra mánaða skeið. Skilaboðin eru að sama skapi alveg skýr hvað það varðar að framhald vaxtaþróunar ræðst af næstu kjarasamningalotu. Ef að launahækkanir verði í samræmi við verðbólgumarkmið bankans að þá megi búast við frekari vaxtalækkunum. Ef að launahækkanir verði hins vegar langt úr hófi fram megi búast við því að vextir hækki á nýjan leik.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands, en ákvörðun varðandi þá var kynnt í morgun. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá einhver áhrif af lækkuninni strax í atvinnulífinu segir Þorsteinn: „Það er alveg ljóst að fjárfestingarstigið er nátengt vaxtastiginu. Lækkandi vextir eiga því að örva fjárfestinguna. Að sama skapi hefur lækkunin áhrif á vaxtabyrði bæði einstaklinga og fyrirtækja. Þannig að þetta hefur umtalsverð áhrif á efnahagslífið. Vaxtastig okkar er ennþá miklu hærra en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Það er auðvitað vegna þessa efnahagslega óstöðugleika sem við höfum búið við en ástandið fer batnandi. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið af mörgum í átt að sambærilegum vöxtum.“ En eru Samtök atvinnulífsins bjartsýn á að næstu kjarasamningar leiði til enn frekari vaxtalækkunar? „Það hefur auðvitað verið mikil ólga í aðdraganda næstu kjarasamningalotu. Engu að síður hefur árangurinn af síðustu kjarasamningum verið ótvíræður og við teljum algjörlega nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut.“ Þorsteinn segir að kaupmátturinn sé það sem skipti mestu máli auk þess að vaxtastig hér sé sambærilegt við það sem þekkist á nágrannalöndunum. Það hafi áhrif á stærsta útgjaldalið heimilanna, húsnæðiskostnað, hvort sem fólk er að borga af lánum eða er á leigumarkaði. Hvoru tveggja ræðst töluvert af vaxtakostnaði í landinu.
Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Stýrivextir lækka um 0,25% samkvæmt ákvörðun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. 5. nóvember 2014 09:05 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Seðlabankinn lækkar stýrivexti Stýrivextir lækka um 0,25% samkvæmt ákvörðun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. 5. nóvember 2014 09:05