Líkir ástandinu í Rússlandi við hrunið hér Haraldur Guðmundsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson segir starfsmenn Samherja hafa farið til Rússlands í síðustu viku til að ræða við viðskiptavini fyrirtækisins og fylgjast með ástandinu þar í landi. vísir „Að sjálfsögðu er þetta ástand í Rússlandi ekki ósvipað og var hér á Íslandi í október 2008 og þetta hefur verið og verður áfram gríðarlega mikilvægur markaður fyrir okkur,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Efnahagsástandið í Rússlandi hefur haft áhrif á útflutning Samherja á sjávarafurðum til landsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðasta miðvikudag þá hafa stórir fiskútflytjendur stöðvað útflutning sinn til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Fyrirtæki þar í landi skulda íslenskum útflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Samherji sendi að sögn Þorsteins flutningaskip til Rússlands fyrir um tíu dögum, sem er væntanlegt þangað í byrjun næstu viku. Spurður hvort hann sé vongóður um að fyrirtækið fái útistandandi skuldir greiddar, segir Þorsteinn: „Við erum, öll þessi fyrirtæki, í þessari stöðu og þetta er erfitt. En eins og ég segi þá erum við með flutningaskip sem kemur til Rússlands í næstu viku. Það er hins vegar minna magn en áætlanir gera ráð fyrir og þetta gengur allt hægar […] Aðstæður eru mjög erfiðar þarna, því er ekki að neita.“ Þorsteinn segir fyrirtækið eiga „töluvert“ af fiskbirgðum sem selja á inn á Rússlandsmarkað. Tengdar fréttir Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic áætlar að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir vörur sem þau hafa þegar fengið afhentar. Mikil óvissa um hversu mikið fæst upp í skuldirnar. 18. desember 2014 07:00 Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Óvíst hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá borgað fyrir fisk sem er þegar farinn frá landinu. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þetta ástand í Rússlandi ekki ósvipað og var hér á Íslandi í október 2008 og þetta hefur verið og verður áfram gríðarlega mikilvægur markaður fyrir okkur,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Efnahagsástandið í Rússlandi hefur haft áhrif á útflutning Samherja á sjávarafurðum til landsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðasta miðvikudag þá hafa stórir fiskútflytjendur stöðvað útflutning sinn til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Fyrirtæki þar í landi skulda íslenskum útflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Samherji sendi að sögn Þorsteins flutningaskip til Rússlands fyrir um tíu dögum, sem er væntanlegt þangað í byrjun næstu viku. Spurður hvort hann sé vongóður um að fyrirtækið fái útistandandi skuldir greiddar, segir Þorsteinn: „Við erum, öll þessi fyrirtæki, í þessari stöðu og þetta er erfitt. En eins og ég segi þá erum við með flutningaskip sem kemur til Rússlands í næstu viku. Það er hins vegar minna magn en áætlanir gera ráð fyrir og þetta gengur allt hægar […] Aðstæður eru mjög erfiðar þarna, því er ekki að neita.“ Þorsteinn segir fyrirtækið eiga „töluvert“ af fiskbirgðum sem selja á inn á Rússlandsmarkað.
Tengdar fréttir Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic áætlar að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir vörur sem þau hafa þegar fengið afhentar. Mikil óvissa um hversu mikið fæst upp í skuldirnar. 18. desember 2014 07:00 Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Óvíst hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá borgað fyrir fisk sem er þegar farinn frá landinu. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic áætlar að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir vörur sem þau hafa þegar fengið afhentar. Mikil óvissa um hversu mikið fæst upp í skuldirnar. 18. desember 2014 07:00
Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Óvíst hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá borgað fyrir fisk sem er þegar farinn frá landinu. 17. desember 2014 07:00