Kobe Bryant er mögulega á leiðinni í frí til að hlaða batteríin en hann átti ekki góðan leik í nótt þegar Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum í NBA-deildinni í nótt.
„Ég á ekki mikið val ef skrokkurinn er eins og hann er núna," sagði Kobe Bryant við fjölmiðla eftir leikinn á móti Sacramento Kings en Svarta Mamban klikkaði þá á 22 af 30 skotum sínum og tapaði að auki 9 boltum.
„Þú verður að vera klókur. Miðað við þá vinnu sem ég legg á mig til að hafa skrokkinn tilbúinn þá er varla neitt annað í boði en hvíld miðað við hvað hann er aumur núna," sagði Bryant.
Kobe Bryant ætlar að skoða stöðuna í dag en næsti leikur Lakers er á móti Golden State Warriors annað kvöld. Liðið spilar síðan Chicago Bulls á útivelli á jóladag.
Bryant er að skorað 24,6 stig á 35,2 mínútum í leik á þessu tímabili en hann er aðeins að hitta úr 37,7 prósent skota sinna. Hann hefur aldrei hitt úr minna en 40 prósent skota sinna á einu tímabili.
Bryant hefur spilað alla 27 leiki Los Angeles Lakers liðsins til þessa en liðið hefur aðeins unnið átta þeirra.
Kobe Bryant að hugsa um að taka sér frí
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn
