Kranavísitalan rís upp úr öskunni Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Appelsínugulu turnunum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum. Allt bendir til þess að þetta sé þó bara byrjunin. Fréttablaðið/Pjetur „Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur