Telur LSR og LH þurfa 10 milljarða frá ríkinu Haraldur Guðmundsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, og Björn Z. Ásgrímsson kynntu í gær stöðu lífeyrissjóðanna árið 2013. Vísir/GVA Fjármálaeftirlitið (FME) telur ríkið þurfa að setja um tíu milljarða króna á ári inn í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) á næstu árum. Annars geti sjóðirnir ekki staðið við skuldbindingar sínar og geti tæmst á næstu tíu til fimmtán árum. Þetta sögðu Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á greiningarsviði stofnunarinnar, á kynningarfundi um stöðu lífeyrissjóðanna í gær. Þar kom fram að heildar tryggingafræðileg staða íslenskra lífeyrisssjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga var við árslok 2013 neikvæð um 595 milljarða króna. Halli annarra lífeyrissjóða var á sama tíma samtals um 68 milljarðar eða nálægt jafnvægi. „Þessar skuldbindingar eru til langs tíma og verða greiddar upp á næstu árum og áratugum.En einhvern tímann kemur að því það þarf að greiða þetta og því er nauðsynlegt að gera ráðstafanir með því að auka iðgjöld eða framlag til sjóðanna, eins og með þessum tíu milljörðum,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. „Sveitarfélögin hafa brugðist rétt við með því að borga viðbótarframlag inn í sjóðina sem bætir stöðu þeirra smám saman á næstu árum og ríkið mætti taka sér það til fyrirmyndar.“ Mikið hefur verið fjallað um vanda B-deildar LSR og LH. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið að það hefði ásamt ellefu hjúkrunarheimilum, LSR og LH undirritað samninga sem fela í sér yfirtöku ríkisins á nær öllum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna vegna starfsmanna þeirra í B-deild LSR og LH. Á fundi FME kom einnig fram að fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga rúm 55 prósent af 2.800 milljarða króna lífeyrissparnaði landsmanna. LSR er þar stærstur með 17,2 prósenta hlutdeild. „Þetta sýnir mikilvægi þessara sjóða,“ segir Björn og bætir því við að lífeyrissjóðirnir hafi verið 37 talsins árið 2007 en séu nú 27. „Við sjáum fram á að þeim muni fækka á næstu árum. Sem er jákvætt því sameining lækkar rekstrarkostnað og bætir ávöxtun lífeyrisþega,“ segir Björn. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) telur ríkið þurfa að setja um tíu milljarða króna á ári inn í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) á næstu árum. Annars geti sjóðirnir ekki staðið við skuldbindingar sínar og geti tæmst á næstu tíu til fimmtán árum. Þetta sögðu Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á greiningarsviði stofnunarinnar, á kynningarfundi um stöðu lífeyrissjóðanna í gær. Þar kom fram að heildar tryggingafræðileg staða íslenskra lífeyrisssjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga var við árslok 2013 neikvæð um 595 milljarða króna. Halli annarra lífeyrissjóða var á sama tíma samtals um 68 milljarðar eða nálægt jafnvægi. „Þessar skuldbindingar eru til langs tíma og verða greiddar upp á næstu árum og áratugum.En einhvern tímann kemur að því það þarf að greiða þetta og því er nauðsynlegt að gera ráðstafanir með því að auka iðgjöld eða framlag til sjóðanna, eins og með þessum tíu milljörðum,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. „Sveitarfélögin hafa brugðist rétt við með því að borga viðbótarframlag inn í sjóðina sem bætir stöðu þeirra smám saman á næstu árum og ríkið mætti taka sér það til fyrirmyndar.“ Mikið hefur verið fjallað um vanda B-deildar LSR og LH. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið að það hefði ásamt ellefu hjúkrunarheimilum, LSR og LH undirritað samninga sem fela í sér yfirtöku ríkisins á nær öllum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna vegna starfsmanna þeirra í B-deild LSR og LH. Á fundi FME kom einnig fram að fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga rúm 55 prósent af 2.800 milljarða króna lífeyrissparnaði landsmanna. LSR er þar stærstur með 17,2 prósenta hlutdeild. „Þetta sýnir mikilvægi þessara sjóða,“ segir Björn og bætir því við að lífeyrissjóðirnir hafi verið 37 talsins árið 2007 en séu nú 27. „Við sjáum fram á að þeim muni fækka á næstu árum. Sem er jákvætt því sameining lækkar rekstrarkostnað og bætir ávöxtun lífeyrisþega,“ segir Björn.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira