Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og fyrirtæki á svæðinu líða fyrir það. Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og þurfa mörg stór fyrirtæki að treysta á skerðanlegan orkuflutning og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki á svæðinu hafa þurft að keyra á varaaflstöðum knúnum steinolíu þegar raforka hefur verið skert til þeirra. Becromal á Akureyri tekur rúmlega 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því flutningslínur inn á svæðið eru fulllestaðar. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi. Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef sveitarfélög væru búin að klára skipulagið hjá sér. Þau hafa dregið lappirnar.“ Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, segir raforkuflutninginn setja starfseminni hjá fyrirtækinu nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsnetiþví byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur hjá okkur, sem er fjórum sinnum dýrara en rafmagn.“ Tengdar fréttir Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og þurfa mörg stór fyrirtæki að treysta á skerðanlegan orkuflutning og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki á svæðinu hafa þurft að keyra á varaaflstöðum knúnum steinolíu þegar raforka hefur verið skert til þeirra. Becromal á Akureyri tekur rúmlega 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því flutningslínur inn á svæðið eru fulllestaðar. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi. Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef sveitarfélög væru búin að klára skipulagið hjá sér. Þau hafa dregið lappirnar.“ Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, segir raforkuflutninginn setja starfseminni hjá fyrirtækinu nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsnetiþví byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur hjá okkur, sem er fjórum sinnum dýrara en rafmagn.“
Tengdar fréttir Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56
Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56