Sá furðulegi atburður átti sér stað í NBA-deildinni í nótt að leikmaður LA Lakers fékk að halda áfram leik eftir að hafa fengið sex villur.
LA Lakers vann Cleveland Cavaliers, 119-108, en aðeins voru átta leikmenn á leikskýrslu Lakers í leiknum.
Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum fékk Robert Sacre, leikmaður LA Lakers sína sjöttu villu. Venjulega væri þátttaka hans í leiknum þá lokið en svo var ekki í nótt.
Lakers hafði engan annan leikmann til að koma í hans stað af bekknum. Chris Kaman hafði áður fengið sex villur og í framhaldinu útilokun frá leiknum.
Jordan Farmar og Nick Young meiddust í leiknum og þurftu að yfirgefa völlinn.
Þetta hafði það í för með sér að Lakers fékk dæmda á sig tæknivillu en Robert Sacre hélt leik áfram samkvæmt reglum NBA-deildarinnar.
Hélt leik áfram eftir að hafa fengið sex villur
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Þessir þurfa að heilla Amorim
Enski boltinn


„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“
Íslenski boltinn


Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson
Enski boltinn


Ísland mátti þola stórt tap
Körfubolti

Stórt tap á Ítalíu
Körfubolti
