Bruninn í Skeifunni í júlí kostaði Sjóvá 232 milljónir króna fyrir tekjuskatt. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri félagsins, sem birt var í dag.
Í tilkynningu segir að hlutur Sjóvár í þessu tjóni sé nú metinn á 481 milljónir króna og er hlutur endurtryggjenda 281 milljón króna, þar sem eigin áhætta Sjóvár er að hámarki 200 milljónir króna. Að auki þarf félagið samkvæmt endurtryggingasamningnum að endurnýja þá vátryggingavernd sem reyndi á í brunanum og greiða fyrir það 32 milljónir. „Nettó áhrif brunans á afkomu Sjóvár fyrir tekjuskatt á þriðja ársfjórðungi eru því 232 m.kr.“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár í afkomutilkynningu.
Hagnaður af rekstri Sjóvár á fyrri helmingi ársins var 205 milljónir króna samanborið við 843 milljóna króna hagnað á sama tíma árið áður. Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 487 milljónir króna en var 1.259 milljónir króna árið á undan.
Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 792 milljónum króna en var 1.092 milljónir á fyrri helmingi árs í fyrra. Tap af fjárfestingarstarfsemi nam 539 milljónum króna en tapið var 58 milljónir króna á fyrri helmingi árs í fyrra.
Bruninn kostaði Sjóvá 232 milljónir
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent

Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Fleiri fréttir
