Lin í Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2014 08:57 Úr leiknum fræga gegn Lakers þegar Lin skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Vísir/Getty Leikstjórnandinn Jeremy Lin mun leika með stórliði Los Angeles Lakers á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Hann kemur til Lakers frá Houston Rockets þar sem hann lék tvö síðustu tímabil. Lakers fékk Lin og tvo valrétti í næsta nýliðavali í staðinn fyrir réttinn á úkraínska miðherjanum Sergei Lishouk. Lin, sem missti sæti sitt í byrjunarliði Houston til Patrick Beverley, skoraði 12,5 stig og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hér að neðan má sjá myndband úr þeim leik. Lakers hefur einnig samið við framherjann Jordan Hill á nýjan leik, en hann hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú tímabil..@JLin7 holds up number 17. #GoLakers pic.twitter.com/uNRvpmDf9s— Los Angeles Lakers (@Lakers) July 24, 2014 NBA Tengdar fréttir Kobe Bryant: Það á að reka alla þá sem misstu af Jeremy Lin Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins Los Angeles Lakers, hefur hrifist af tilþrifum Jeremy Lin hjá New York Knicks. Lin skoraði 38 stig fyrir New York gegn Lakers á dögunum en innkoma hans í NBA deildina hefur vakið gríðarlega athygli. Kobe Bryant telur að forráðamenn tveggja NBA liða ættu að reka alla þá sem sáu ekki hvaða hæfileika Lin býr yfir. 6. mars 2012 23:45 NBA: Lin stigaghæstur í þriðja sigri New York í röð undir stjórn nýja þjálfarans New York Knicks er komið á mikla sigurgöngu í NBA-deildinni í körfubolta undir stjórn Mike Woodson því liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan að Woodson tók við liðinu af Mike D'Antoni. Dallas vann San Antonio í nótt, Chicago vann Philadelphia án Derrick Rose og Chris Paul skoraði 12 stig á síðustu þremur mínútum til að tryggja Los Angeles Clippers sigur á Houston. 18. mars 2012 11:00 LINdælis Öskubuskuævintýri Um fátt er meira rætt í íþróttaheiminum þessa dagana en ótrúlegan uppgang Jeremy Lin, leikmanns New York Knicks í NBA, sem var öllum ókunnur fyrir tveimur vikum. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu bakvarðarins sem heillað hefur heimsbyggðina. 18. febrúar 2012 11:00 Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð. 13. mars 2012 09:00 NBA í nótt: Kobe góður með grímuna | Lin öflugur í sigri Kobe Bryant skoraði 31 stig er LA Lakers vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves, 104-85, í NBA-deildinni nótt. Bryant spilaði með grímu í leiknum þar sem hann nefbrotnaði í stjörnuleiknum um helgina. 1. mars 2012 09:00 Lin verður áfram aðalleikstjórnandi Knicks Mike D'Antoni, þjálfari NY Knicks, segist ætla að halda sig við Jeremy Lin sem aðalleikstjórnanda liðsins og Baron Davis verður því að sætta sig við að byrja á bekknum. 6. mars 2012 12:15 Volvo stólar á Jeremy Lin Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo. 20. mars 2012 10:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Leikstjórnandinn Jeremy Lin mun leika með stórliði Los Angeles Lakers á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Hann kemur til Lakers frá Houston Rockets þar sem hann lék tvö síðustu tímabil. Lakers fékk Lin og tvo valrétti í næsta nýliðavali í staðinn fyrir réttinn á úkraínska miðherjanum Sergei Lishouk. Lin, sem missti sæti sitt í byrjunarliði Houston til Patrick Beverley, skoraði 12,5 stig og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hér að neðan má sjá myndband úr þeim leik. Lakers hefur einnig samið við framherjann Jordan Hill á nýjan leik, en hann hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú tímabil..@JLin7 holds up number 17. #GoLakers pic.twitter.com/uNRvpmDf9s— Los Angeles Lakers (@Lakers) July 24, 2014
NBA Tengdar fréttir Kobe Bryant: Það á að reka alla þá sem misstu af Jeremy Lin Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins Los Angeles Lakers, hefur hrifist af tilþrifum Jeremy Lin hjá New York Knicks. Lin skoraði 38 stig fyrir New York gegn Lakers á dögunum en innkoma hans í NBA deildina hefur vakið gríðarlega athygli. Kobe Bryant telur að forráðamenn tveggja NBA liða ættu að reka alla þá sem sáu ekki hvaða hæfileika Lin býr yfir. 6. mars 2012 23:45 NBA: Lin stigaghæstur í þriðja sigri New York í röð undir stjórn nýja þjálfarans New York Knicks er komið á mikla sigurgöngu í NBA-deildinni í körfubolta undir stjórn Mike Woodson því liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan að Woodson tók við liðinu af Mike D'Antoni. Dallas vann San Antonio í nótt, Chicago vann Philadelphia án Derrick Rose og Chris Paul skoraði 12 stig á síðustu þremur mínútum til að tryggja Los Angeles Clippers sigur á Houston. 18. mars 2012 11:00 LINdælis Öskubuskuævintýri Um fátt er meira rætt í íþróttaheiminum þessa dagana en ótrúlegan uppgang Jeremy Lin, leikmanns New York Knicks í NBA, sem var öllum ókunnur fyrir tveimur vikum. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu bakvarðarins sem heillað hefur heimsbyggðina. 18. febrúar 2012 11:00 Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð. 13. mars 2012 09:00 NBA í nótt: Kobe góður með grímuna | Lin öflugur í sigri Kobe Bryant skoraði 31 stig er LA Lakers vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves, 104-85, í NBA-deildinni nótt. Bryant spilaði með grímu í leiknum þar sem hann nefbrotnaði í stjörnuleiknum um helgina. 1. mars 2012 09:00 Lin verður áfram aðalleikstjórnandi Knicks Mike D'Antoni, þjálfari NY Knicks, segist ætla að halda sig við Jeremy Lin sem aðalleikstjórnanda liðsins og Baron Davis verður því að sætta sig við að byrja á bekknum. 6. mars 2012 12:15 Volvo stólar á Jeremy Lin Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo. 20. mars 2012 10:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Kobe Bryant: Það á að reka alla þá sem misstu af Jeremy Lin Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins Los Angeles Lakers, hefur hrifist af tilþrifum Jeremy Lin hjá New York Knicks. Lin skoraði 38 stig fyrir New York gegn Lakers á dögunum en innkoma hans í NBA deildina hefur vakið gríðarlega athygli. Kobe Bryant telur að forráðamenn tveggja NBA liða ættu að reka alla þá sem sáu ekki hvaða hæfileika Lin býr yfir. 6. mars 2012 23:45
NBA: Lin stigaghæstur í þriðja sigri New York í röð undir stjórn nýja þjálfarans New York Knicks er komið á mikla sigurgöngu í NBA-deildinni í körfubolta undir stjórn Mike Woodson því liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan að Woodson tók við liðinu af Mike D'Antoni. Dallas vann San Antonio í nótt, Chicago vann Philadelphia án Derrick Rose og Chris Paul skoraði 12 stig á síðustu þremur mínútum til að tryggja Los Angeles Clippers sigur á Houston. 18. mars 2012 11:00
LINdælis Öskubuskuævintýri Um fátt er meira rætt í íþróttaheiminum þessa dagana en ótrúlegan uppgang Jeremy Lin, leikmanns New York Knicks í NBA, sem var öllum ókunnur fyrir tveimur vikum. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu bakvarðarins sem heillað hefur heimsbyggðina. 18. febrúar 2012 11:00
Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð. 13. mars 2012 09:00
NBA í nótt: Kobe góður með grímuna | Lin öflugur í sigri Kobe Bryant skoraði 31 stig er LA Lakers vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves, 104-85, í NBA-deildinni nótt. Bryant spilaði með grímu í leiknum þar sem hann nefbrotnaði í stjörnuleiknum um helgina. 1. mars 2012 09:00
Lin verður áfram aðalleikstjórnandi Knicks Mike D'Antoni, þjálfari NY Knicks, segist ætla að halda sig við Jeremy Lin sem aðalleikstjórnanda liðsins og Baron Davis verður því að sætta sig við að byrja á bekknum. 6. mars 2012 12:15
Volvo stólar á Jeremy Lin Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo. 20. mars 2012 10:15