Landslið Serbíu og Króatíu byrjuðu bæði Evrópumótið í handbolta í Danmörku með því að vinna sinn fyrsta leik en keppni í C- og D-riðli hófst í dag. Serbar unnu spennuleik við Pólverja en Króatar fóru illa með Hvít-Rússa.
Serbía vann eins marks sigur á Póllandi, 20-19, en miklar sveiflur voru í seinni hálfleiknum. Pólverjar áttu möguleika á því að jafna í lokin en klúðruðu síðustu sókninni sinni.
Serbar voru 13-9 yfir í hálfleik en skoruðu ekki mark á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins og á meðan skoruðu Pólverjar sex mörk og tveimur mörkum yfir, 13-15. Serbar náðu aftur forystunni, komust í 18-16 og tókst síðan að landa tveimur mikilvægum stigum.
Króatar áttu ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa. Króatar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11, og unnu síðan með ellefu marka mun, 33-22.
