Sáttin um þjóðarsjúkrahúsið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun