Sáttin um þjóðarsjúkrahúsið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun