Sáttin um þjóðarsjúkrahúsið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar