Steðji fékk framlengingu á sumrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 14:19 Flöskurnar frá að prýða hillur Vínbúðarinnar í rúmar tvær vikur í viðbót. „Þetta eru auðvitað bara mikil gleðitíðindi,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusson, annar eigandi Brugghús Steðja, en Áfengisverslun ríkisins veitti fyrirtækinu undanþágu á dögunum til að selja sumarbjór sinn út ágústmánuð. Vísir greindi frá því í liðinni viku að Sumarbjór Steðja yrði ófáanlegur frá 10. ágúst vegna reglugerðar sem kveður á um árstíðarbundnir áfengisdrykkir, eins og sumarbjórinn, megi einungis vera í sölu í einn til þrjá mánuði ár hvert. Drykkur Steðja kom á markað þann 10. maí og á sunnudaginn síðastliðinn voru þrír mánuðir frá því að sumarbjórinn rataði fyrst í hillur Vínbúðarinnar. Stóð til að kippa honum úr sölu eftir helgi og hefði sumrinu hjá Steðja því lokið um helgina. Dagbjartur segir að fyrirtækið hafi í júlí sótt um undanþágu frá reglugerðinni fyrir Sumarbjór Steðja, meðal annars vegna þess að hún hafi ekki legið skýrt fyrir í maímánuði þegar sala á sumarbjórnum hófst. Eftir að undanþágubeiðninni var hafnað hafi Steðji sent ítrekun og krafið Vínbúðina svara enda um mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækið að ræða. Brugghúsið er smátt í sniðum og hefði verið illa í stakk búið til að mæta sölustöðvun sem þessari. Alls eru á þriðja þúsund flaska af Sumarbjór Steðja til í birgðageymslum Vínbúðarinnar og hefði fyrirtækinu verið gert að farga þeim ef ekki hefði fundist farsæl lausn á málinu Engin svör hafi þó borist frá stjórnvöldum og taldi Dagbjartur því málinu lokið. „En tveimur dögum eftir að fréttin um sumarlokin hjá okkur fór í loftið ákvað Vínbúðin loksins að svara okkur á þá leið að við fengjum undanþágu til selja út ágústmánuð. Lögfræðingar Vínbúðarinnar sögðu að hægt væri að veita undanþáguna því að bjórinn hafi farið í sölu 10. maí en ekki fyrsta þess mánaðar en ég held að umræðan og umfjöllunin hafi skipt meira máli þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Dagbjartur. Bjórinn verður því seldur fram til mánaðamóta í 22 af 48 vínbúðum landsins. Tengdar fréttir Sumarið búið hjá Steðja Þrátt fyrir að ágúst sé einungis nýhafinn neyðist Brugghús Steðja að kippa sumarbjór sínum úr sölu sökum "úreltra reglna hjá ÁTVR“ 7. ágúst 2014 14:09 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Þetta eru auðvitað bara mikil gleðitíðindi,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusson, annar eigandi Brugghús Steðja, en Áfengisverslun ríkisins veitti fyrirtækinu undanþágu á dögunum til að selja sumarbjór sinn út ágústmánuð. Vísir greindi frá því í liðinni viku að Sumarbjór Steðja yrði ófáanlegur frá 10. ágúst vegna reglugerðar sem kveður á um árstíðarbundnir áfengisdrykkir, eins og sumarbjórinn, megi einungis vera í sölu í einn til þrjá mánuði ár hvert. Drykkur Steðja kom á markað þann 10. maí og á sunnudaginn síðastliðinn voru þrír mánuðir frá því að sumarbjórinn rataði fyrst í hillur Vínbúðarinnar. Stóð til að kippa honum úr sölu eftir helgi og hefði sumrinu hjá Steðja því lokið um helgina. Dagbjartur segir að fyrirtækið hafi í júlí sótt um undanþágu frá reglugerðinni fyrir Sumarbjór Steðja, meðal annars vegna þess að hún hafi ekki legið skýrt fyrir í maímánuði þegar sala á sumarbjórnum hófst. Eftir að undanþágubeiðninni var hafnað hafi Steðji sent ítrekun og krafið Vínbúðina svara enda um mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækið að ræða. Brugghúsið er smátt í sniðum og hefði verið illa í stakk búið til að mæta sölustöðvun sem þessari. Alls eru á þriðja þúsund flaska af Sumarbjór Steðja til í birgðageymslum Vínbúðarinnar og hefði fyrirtækinu verið gert að farga þeim ef ekki hefði fundist farsæl lausn á málinu Engin svör hafi þó borist frá stjórnvöldum og taldi Dagbjartur því málinu lokið. „En tveimur dögum eftir að fréttin um sumarlokin hjá okkur fór í loftið ákvað Vínbúðin loksins að svara okkur á þá leið að við fengjum undanþágu til selja út ágústmánuð. Lögfræðingar Vínbúðarinnar sögðu að hægt væri að veita undanþáguna því að bjórinn hafi farið í sölu 10. maí en ekki fyrsta þess mánaðar en ég held að umræðan og umfjöllunin hafi skipt meira máli þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Dagbjartur. Bjórinn verður því seldur fram til mánaðamóta í 22 af 48 vínbúðum landsins.
Tengdar fréttir Sumarið búið hjá Steðja Þrátt fyrir að ágúst sé einungis nýhafinn neyðist Brugghús Steðja að kippa sumarbjór sínum úr sölu sökum "úreltra reglna hjá ÁTVR“ 7. ágúst 2014 14:09 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Sumarið búið hjá Steðja Þrátt fyrir að ágúst sé einungis nýhafinn neyðist Brugghús Steðja að kippa sumarbjór sínum úr sölu sökum "úreltra reglna hjá ÁTVR“ 7. ágúst 2014 14:09