Framleiðendur Icelandic Glacial vatnsins, Icelandi Water Holdings ehf, hefur gert samning við fyrirtækið Flatt Cola East frá Hvíta-Rússlandi. Samningurinn snýr að dreifingu á Icelandic Glacial vatninu í Hvíta Rússlandi.
„Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Flatt Cola East er nýr dreifingaraðili okkar í Hvíta-Rússlandi“ sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings ehf, í tilkynningu frá félaginu. „Flatt Cola East hefur mikla þekkingu og reynslu á dreifingu óáfengra drykkjavara og við erum stolt að geta boðið upp á Icelandic Glacial í Hvíta-Rússlandi“.
Þá segir í tilkynningunni að Iceland Glacial sé þekkt fyrir að vera hágæðavatn og hafi hlotið viðurkenningar fyrir umhverfisvæna framleiðsluhætti. Vatninu er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi og þaðan dreift víða um heim.
„Við erum mjög ánægð að kynna hið margverðlaunaða gæðavatn Icelandic Glacial í Hvíta-Rússlandi“ segir Vadim Khomich frá Flatt Cola East fyrirtækinu, í tilkynningunni. „Ég kynntist Icelandic Glacial fyrst á ferðalögum mínum erlendis og kolféll fyrir því. Það er svo hreint og ferskt að það er ekkert annað vatn sem jafnast á við Icelandic Glacial.“
Vatnið er selt á 16 mörkuðum víða um heiminn. Jafnframt notar franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior vatnið við framleiðslu á Dior Snow. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og eru Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson stærstu hluthafar Icelandic Water Holdings ehf. ásamt bandaríska drykkjavöruframleiðandanum Anheuser Busch.
Icelandic Glacial í dreifingu í Hvíta-Rússlandi
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent


Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent