„Vegagerðin í heild er innan fjárheimilda, fyrstu sex mánuði ársins hafa útgjöld numið 44 prósentum af fjárheimildum alls ársins. Þrátt fyrir það er viðvarandi halli á vetrarþjónustunni vegna erfiðs árferðis undanfarna vetur.“
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.
Þar segir að komið hafi í ljós að við sex mánaða uppgjör Fjársýslunnar hafi útgjaldadreifing fjárheimilda ekki verið rétt notuð. Miðað við að 35 prósent af tekjum ársins kæmu til greiðslu á fyrri hluta ársins.
„Útgjöldin eftir fyrstu 6 mánuðina voru hins vegar um 44% af fjárheimildunum. Í stað þess að Vegagerðin í heild hafi farið fram úr fjárheimildum sínum var staðan því jákvæð um rúman milljarð á miðju ári enda aðal framkvæmdatíminn rétt að byrja.“
Þó segir að hins vegar hafi verið viðvarandi halli á vetrarþjónustulið stofnunarinnar vegna erfiðs árferðis undanfarna vetur. Erfitt hafi verið að vinda ofan af því.
„Farið verður yfir þessi atriði á fundi innanríkisráðuneytisins með fjárlaganefnd 25. ágúst og frekari skýringar gefnar eftir því sem óskað verður eftir.“
Segja Vegagerðina innan fjárheimilda
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent


Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent