Háskólinn í Reykjavík á hlut í sex „spin-off“ fyrirtækjum Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júní 2014 10:43 Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir bæði nemendur og starfsmenn skólans hafa átt þátt í stofnun „spin-off“-fyrirtækjanna. Vísir/Vilhelm Háskólinn í Reykjavík á eignarhlut í sex svokölluðum „spin-off“-fyrirtækjum sem hafa orðið til innan veggja skólans og með verulegu framlagi hans á síðustu árum. Fyrirtækin sem um ræðir eru: Videntifier Technologies, Skema, ReKode Education, FiRe, 3Z Pharmaceuticals og Línudans. Skema og 3Z eru í dag með hluta af starfsemi sinni innan HR. „Orðið spin-off er notað þegar þekking verður til innan háskóla og hann hefur lagt verulega til þess að gera þekkinguna mögulega ásamt uppfinningamönnunum sem yfirleitt eru starfsmenn skólans eða nemendur,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og heldur áfram: „Þegar þessi verkefni koma út úr þessu umhverfi eru þau orðin að fyrirtækjum. Þetta er vel þekkt um allan heim en sérstaklega í Bandaríkjunum.“ Þessi spin-off-fyrirtæki eru að sögn Ara eingöngu lítill hluti af þeim fjölda fyrirtækja sem verða til innan skólans. Hann segir að könnun sem hafi verið gerð meðal útskrifaðra nemenda árið 2010 hafi sýnt að rúmlega 16 prósent nemenda hafi annaðhvort stofnað fyrirtæki á meðan á námi stóð, eftir að því lauk eða hvort tveggja. „Fyrir hvert spin-off hjá okkur eru fjölmörg fyrirtæki sem verða til hjá nemendum og starfsmönnum upp úr þeim verkefnum sem verið er að vinna hérna án þess að skólinn sé endilega með verulega aðkomu. Þetta eru allt hlutir sem við ætlum að halda áfram að efla og styðja við.“ Ari segir skólann hafa lagt mikla áherslu á að kenna nemendum nýsköpun þar sem markmiðið sé að búa til fólk sem geti skapað sín eigin tækifæri og ný verðmæti. „Við gerum það með fjölda námskeiða. Sum eru beint miðuð að því að kenna nýsköpun, önnur eru eins og stærri verkleg námskeið þar sem nemendurnir beita nýsköpun til að leysa raunveruleg viðfangsefni og gera nýja hluti. Þannig að þegar fólk kemur með hugmyndir, hvort sem það eru starfsmenn eða nemendur, þá reynum við að beina þeim í réttar áttir.“ Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík á eignarhlut í sex svokölluðum „spin-off“-fyrirtækjum sem hafa orðið til innan veggja skólans og með verulegu framlagi hans á síðustu árum. Fyrirtækin sem um ræðir eru: Videntifier Technologies, Skema, ReKode Education, FiRe, 3Z Pharmaceuticals og Línudans. Skema og 3Z eru í dag með hluta af starfsemi sinni innan HR. „Orðið spin-off er notað þegar þekking verður til innan háskóla og hann hefur lagt verulega til þess að gera þekkinguna mögulega ásamt uppfinningamönnunum sem yfirleitt eru starfsmenn skólans eða nemendur,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og heldur áfram: „Þegar þessi verkefni koma út úr þessu umhverfi eru þau orðin að fyrirtækjum. Þetta er vel þekkt um allan heim en sérstaklega í Bandaríkjunum.“ Þessi spin-off-fyrirtæki eru að sögn Ara eingöngu lítill hluti af þeim fjölda fyrirtækja sem verða til innan skólans. Hann segir að könnun sem hafi verið gerð meðal útskrifaðra nemenda árið 2010 hafi sýnt að rúmlega 16 prósent nemenda hafi annaðhvort stofnað fyrirtæki á meðan á námi stóð, eftir að því lauk eða hvort tveggja. „Fyrir hvert spin-off hjá okkur eru fjölmörg fyrirtæki sem verða til hjá nemendum og starfsmönnum upp úr þeim verkefnum sem verið er að vinna hérna án þess að skólinn sé endilega með verulega aðkomu. Þetta eru allt hlutir sem við ætlum að halda áfram að efla og styðja við.“ Ari segir skólann hafa lagt mikla áherslu á að kenna nemendum nýsköpun þar sem markmiðið sé að búa til fólk sem geti skapað sín eigin tækifæri og ný verðmæti. „Við gerum það með fjölda námskeiða. Sum eru beint miðuð að því að kenna nýsköpun, önnur eru eins og stærri verkleg námskeið þar sem nemendurnir beita nýsköpun til að leysa raunveruleg viðfangsefni og gera nýja hluti. Þannig að þegar fólk kemur með hugmyndir, hvort sem það eru starfsmenn eða nemendur, þá reynum við að beina þeim í réttar áttir.“
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun