Staða sem minnir um margt á þjófnað Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Á ferðinni með Marel. Lars Grundtvig, einn af stærstu hluthöfum Marel eftir samruna við Scanvægt 2006, ræðir við Frans-Josef Rothkötter, einn eigenda kjúklingasláturhússins í Emsland í Þýskalandi, í skoðunarferð Marel þangað sumarið 2008. Fréttablaðið/ÓKÁ Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir höfnun Seðlabanka Íslands á umsókn hans um undanþágu frá gjaldeyrishöftum sýna að undanþágurnar séu sjónarspil. Vísar hann til þess að hann sæki um í aðkallandi aðstæðum sem orðið hafi til vegna breytinga á dönskum lögum um erfðarétt. „Ég er nú 73 ára og sú stund nálgast óðum að fyrirtæki mitt gengur að erfðum,“ skrifar Grundtvig í opnu bréfi til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í Markaðnum í dag. Verði ekki leyst úr málinu í tæka tíð ógni það fjölda starfa í Danmörku. Fjárfestingarfélag Grundtvigs og fjölskyldu hans eignaðist 18 prósenta hlut í Marel, þegar fyrirtækið tók yfir Scanvægt, danskan keppinaut á sviði matvælavinnsluvéla, í ágúst 2006. Þá segist Grundtvig telja viðvarandi gjaldeyrishöft geta valdið óafturkræfum skaða á framtíðarefnahagshorfum Íslands. „Þótt færa megi fyrir því rök að íslenskt efnahagslíf sé enn að ná sér, þá á hið sama við um mörg önnur Evrópulönd. Þau lönd, Kýpur þar á meðal, geta hins vegar ekki reitt sig á gjaldeyrishöft og torvelt að sjá af hverju Ísland ætti að geta það,“ segir hann og kveðst fylgjast með því í forundran hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafi í raun tekið forræði yfir eigum hans í landinu og það þótt hann hafi tekið hér virkan þátt í að leggja efnahagslífinu lið með fjárfestingu og stjórnarsetu í Marel. „Staðan er um margt tekin að minna á þjófnað.“ Grundtvig bendir á að tekið hafi Seðlabankann þrettán mánuði að hafna umsókn hans þótt vinnureglur bankans kveði á um að erindum sé svarað innan fjögurra vikna. Þetta og málsmeðferðin öll endurspegli slæma meðferð sem hann og aðrir fjárfestar megi þola. „Meðferð sem er orðin almennt kunn meðal hugsanlegra fjárfesta í öðrum löndum. Með slíkri framkomu við fjárfesta gerir þú þá fráhverfa Íslandi og grefur undan mörgum framtíðarmöguleikum Íslands á umtalsverðri erlendri fjárfestingu.“ Um leið telur Grundtvig að fjari undan skilningi Evrópuþjóða á viðvarandi gjaldeyrishöftum hér. „Íslensk stjórnvöld leika rússneska rúllettu með aðgang Íslands að fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af helgustu greinum Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (banni við fjármagnshöftum).“ Tengdar fréttir Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7. ágúst 2006 14:16 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir höfnun Seðlabanka Íslands á umsókn hans um undanþágu frá gjaldeyrishöftum sýna að undanþágurnar séu sjónarspil. Vísar hann til þess að hann sæki um í aðkallandi aðstæðum sem orðið hafi til vegna breytinga á dönskum lögum um erfðarétt. „Ég er nú 73 ára og sú stund nálgast óðum að fyrirtæki mitt gengur að erfðum,“ skrifar Grundtvig í opnu bréfi til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í Markaðnum í dag. Verði ekki leyst úr málinu í tæka tíð ógni það fjölda starfa í Danmörku. Fjárfestingarfélag Grundtvigs og fjölskyldu hans eignaðist 18 prósenta hlut í Marel, þegar fyrirtækið tók yfir Scanvægt, danskan keppinaut á sviði matvælavinnsluvéla, í ágúst 2006. Þá segist Grundtvig telja viðvarandi gjaldeyrishöft geta valdið óafturkræfum skaða á framtíðarefnahagshorfum Íslands. „Þótt færa megi fyrir því rök að íslenskt efnahagslíf sé enn að ná sér, þá á hið sama við um mörg önnur Evrópulönd. Þau lönd, Kýpur þar á meðal, geta hins vegar ekki reitt sig á gjaldeyrishöft og torvelt að sjá af hverju Ísland ætti að geta það,“ segir hann og kveðst fylgjast með því í forundran hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafi í raun tekið forræði yfir eigum hans í landinu og það þótt hann hafi tekið hér virkan þátt í að leggja efnahagslífinu lið með fjárfestingu og stjórnarsetu í Marel. „Staðan er um margt tekin að minna á þjófnað.“ Grundtvig bendir á að tekið hafi Seðlabankann þrettán mánuði að hafna umsókn hans þótt vinnureglur bankans kveði á um að erindum sé svarað innan fjögurra vikna. Þetta og málsmeðferðin öll endurspegli slæma meðferð sem hann og aðrir fjárfestar megi þola. „Meðferð sem er orðin almennt kunn meðal hugsanlegra fjárfesta í öðrum löndum. Með slíkri framkomu við fjárfesta gerir þú þá fráhverfa Íslandi og grefur undan mörgum framtíðarmöguleikum Íslands á umtalsverðri erlendri fjárfestingu.“ Um leið telur Grundtvig að fjari undan skilningi Evrópuþjóða á viðvarandi gjaldeyrishöftum hér. „Íslensk stjórnvöld leika rússneska rúllettu með aðgang Íslands að fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af helgustu greinum Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (banni við fjármagnshöftum).“
Tengdar fréttir Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7. ágúst 2006 14:16 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7. ágúst 2006 14:16