Þróa hljóðfráa einkaþotu með risaskjái í stað glugga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 13:42 S-512-þotan rúmar átján farþega og mun ná um 2.200 kílómetra hraða á klukkustund. mynd/spike aerospace Fyrirtækið Spike Aerospace vinnur nú hörðum höndum að þróun hljóðfráu einkaþotunnar S-512 sem stefnt er á að setja á markað í árslok 2018. Vélin er þó frábrugðin öðrum farþegavélum að því leyti að á henni verða engir gluggar. Munu risastórir skjáir koma í stað glugganna og sýna farþegum það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu, og að sjálfsögðu í háskerpu, en ytri byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Verður útsýnið því óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar. Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. Það er til dæmis ástæða þess að sjaldan eru gluggar á herflugvélum. Margir lýstu þó áhyggjum sínum af gluggaleysinu, að sögn talsmanns Spike Aerospace, og töldu að það gæti orsakað innilokunarkennd. Skjáirnir eru hugsaðir sem lausn á þeim vanda.Útsýnið verður óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.mynd/spike aerospace Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið Spike Aerospace vinnur nú hörðum höndum að þróun hljóðfráu einkaþotunnar S-512 sem stefnt er á að setja á markað í árslok 2018. Vélin er þó frábrugðin öðrum farþegavélum að því leyti að á henni verða engir gluggar. Munu risastórir skjáir koma í stað glugganna og sýna farþegum það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu, og að sjálfsögðu í háskerpu, en ytri byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Verður útsýnið því óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar. Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. Það er til dæmis ástæða þess að sjaldan eru gluggar á herflugvélum. Margir lýstu þó áhyggjum sínum af gluggaleysinu, að sögn talsmanns Spike Aerospace, og töldu að það gæti orsakað innilokunarkennd. Skjáirnir eru hugsaðir sem lausn á þeim vanda.Útsýnið verður óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.mynd/spike aerospace
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira